Fréttir
15.12.2008
Ný verð taka gildi í Vínbúðunum í dag mánudaginn 15. desember. Verðbreytingin er gerð í kjölfar samþykktar Alþingis um hækkun áfengisgjalds um 12,5% .
Heildarverðbreytingin er að meðaltali 4,98% til hækkunar. Samtals breyta 1.025 tegundir um verð, þar af lækka 103 tegundir. 682 tegundir breyta ekki um verð.
15.12.2008
Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veitir heimsendingarþjónustu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager.
- Pantanir berist fyrir 19.desember
- Gildir fyrir höfuðborgarsvæðið
- Sent er út á virkum dögum til kl. 17:00
- Varan er send um leið og greiðsla er frágengin.
Hægt er að panta í síma 560 7720 eða senda tölvupóst á netfangið solumenn@vinbudin.is.
Kynntu þér veislu- og gjafaþjónustu Vínbúðanna og nýttu þér ráðgjöf starfsfólks okkar.
12.12.2008
Alþingi hefur samþykkt 12,5% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki. Gera má ráð fyrir sem dæmi að hækkun á áfengisgjaldi hafi eftirfarandi áhrif að öðru óbreyttu.
- Rauðvín 750 ml, 13,5% hækkar úr 1.498 kr. í 1.577 kr. (5,2% hækkun).
- Bjór 500 ml, 5% hækkar úr 242 kr. í 256 kr. (5,8 % hækkun)
- Vodka 700 ml, 37,5% hækkar úr 3.360 kr. í 3.669 kr. (9,2%)
- Koníak 700 ml, 40% hækkar úr 7.500 kr. í 7.830 kr. (4,4%)
Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Birgjum verður gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi í kjölfarið.
08.12.2008
Sala á tímabilinu janúar til nóvember jókst um 4,7% miðað við sama tímabil í fyrra.
Sala hvítvíns jókst um 14,5% á tímabilinu og sala rauðvíns um 5,1%.
Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,4% og 7,0% á tímabilinu.
05.12.2008
Pokasjóður afhenti í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd 50 milljóna króna styrk til að styðja skjólstæðinga sína fyrir jólin og fram eftir vetri. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, tók á móti framlagi Pokasjóðs fyrir hönd þessara tveggja samtaka í hádeginu í gær.
Styrkurinn er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan Pokasjóðs og eru notuð með sama hætti og greiðslukort. Inneign á kortunum er annars vegar 5.000 kr. og hins vegar 10.000 kr... sjá meira...
02.12.2008
Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín, sem auglýsingastofan ENNEMM gerði fyrir Vínbúðirnar, hefur verið tilnefnd ásamt fjórum öðrum auglýsingum til verðlauna í flokknum Public Health & Safety á evrópsku auglýsingahátíðinni Eurobest sem nú stendur yfir í Stokkhólmi.
Láttu ekki vín breyta þér í svín keppir við auglýsingar frá fjórum öðrum Evrópulöndum, en herferðin mældist gríðarlega sterk hér á Íslandi í mælingu sem Capacent gerði fyrir Vínbúðirnar.... sjá meira...
01.12.2008
Nú eru þemadagarnir Villibráðarveisla í Vínbúðunum. Gefinn hefur verið út bæklingur um villibráð og hátíðarmat, þar sem settar eru fram nokkrar hugmyndir um hvernig á að velja vín sem henta vel með slíkum mat.
Einnig hefur verið gefinn út uppskriftabæklingur með girnilegum uppskriftum frá Úlfari Finnbjörnssyni, villibráðarkokki. Í þeim bæklingi eru einnig tillögur að vínum með réttunum.
27.11.2008
Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum.
Með verðbreytingunni koma Vínbúðirnar til móts við óskir innflytjenda um tíðari verðbreytingar vegna ástandsins í efnahagsmálum og mikilla gengisbreytinga. Álagningarprósenta ÁTVR helst óbreytt eins og áður og áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki heldur.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í síma 560 7700.
12.11.2008
Sala á tímabilinu janúar til október jókst um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 5,9% á tímabilinu og sala rauðvíns um 7,3%. Sala hvítvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 17% og 8,8% á tímabilinu.
04.11.2008
Föstudaginn 31. október komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er nánast sami fjöldi og kom 1. ágúst síðastliðinn sem var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.
Í krónum var áfengissalan tæplega 319 milljónir. Sama dag var tóbakssala um 78 milljónir. Heildarsala ÁTVR 31. okt. var 397 milljónir en til samanburðar var salan föstudagurinn fyrir síðustu verslunarmannahelgi 387 milljónir. Salan var tæplega þrefalt meiri en
á „hefðbundnum“ föstudegi í október.
Á hefðbundnum föstudegi eru meðaláfengiskaup viðskiptavinar um 4.200 krónur en föstudaginn 31. október voru meðalkaupin hins vegar 7.200 krónur.