Fréttir
19.01.2009
Í morgun opnaði ný og glæsileg Vínbúð í Reykjanesbæ. Á sama tíma lokaði gamla Vínbúðin, sem hefur verið starfrækt í Hafnargötunni síðan 2004.
Nýja Vínbúðin er staðsett að Krossmóum 4, þar sem Samkaup er til húsa. Rýmið er rúmgott og bjart og allur bjór verður í kæli. Nóg er af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina (beggja megin).
Afgreiðslutími Vínbúðarinnar er sá sami og áður:
Mán - fim: 11-18, fös: 11-19 og lau: 11-16
Verið velkomin í glæsilega Vínbúð!
11.01.2009
Vínbúðin í Keflavík flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði mánudaginn 19. janúar og mun hér eftir bera heitið Vínbúðin Reykjanesbæ.
Viðskiptavinir í Reykjanesbæ verða væntanlega ánægðir með nýju Vínbúðina þar sem hún er björt og skemmtileg auk þess um hún stækkar um rúman helming. Allur bjór verður í kæli, afgreiðslukössum er fjölgað og auk þess er nóg af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina.
Aðstaða starfsfólks verður betri en áður og einnig er lager og vörumóttaka mun stærri.
Nýja Vínbúðin er staðsett við nýjan verslunarkjarna við Krossmóa 4, þar sem Samkaup er til húsa. Vínbúðin þjónar yfir 20.000 viðskiptavinum á ári hverju...
07.01.2009
Sala ársins 2008 jókst um 4,2% í lítrum í samanburði við árið 2007. Alls var selt áfengi fyrir 17.809 þús. kr. með virðisaukaskatti.
Sala hvítvíns jókst um 13,4% á tímabilinu og sala rauðvíns um 3,8%.
Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,3% og 6,5% á tímabilinu...
05.01.2009
Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Spönginni og tekur lokunin gildi frá og með 19. janúar. Allir fastráðnir starfsmenn munu halda störfum sínum og flytjast yfir í aðrar verslanir. Engar aðrar lokanir eru fyrirhugaðar hjá Vínbúðunum.
Megin ástæða þess að Vínbúðinni í Spönginni er lokað er að rekstur hennar hefur verið undir væntingum síðustu árin. Leigusamningur um húsnæðið rann út um áramótin og var ákveðið að framlengja hann ekki. Húsnæðið var orðið óhentugt miðað við þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir óskuðu eftir. Leitað verður eftir hentugra húsnæði á svæðinu þegar aðstæður leyfa.
Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar Heiðrúnu, Skútuvogi og í Mosfellsbæ sem nálægar búðir.
01.01.2009
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
Föstudaginn 2.janúar verður opið skv. venju í öllum Vínbúðum.
Mánudaginn 5.janúar verður lokað í stærri Vínbúðum vegna talninga.
30.12.2008
Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Þriðjudaginn 30.des opið til kl. 20
- Miðvikudaginn 31.des opið til kl. 13
- Fimmtudaginn 1.jan - Lokað
- Föstudaginn 2.janúar - Opið skv. venju.
- Mánudaginn 5.janúar verður Lokað í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar )
19.12.2008
Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Laugardaginn 20.des: opið til kl. 18
- Mánudaginn 22.des opið til kl. 20
- Þriðjudaginn 23.des opið til kl. 22
- Miðvikudaginn 24.des opið til kl. 13
15.12.2008
Ný verð taka gildi í Vínbúðunum í dag mánudaginn 15. desember. Verðbreytingin er gerð í kjölfar samþykktar Alþingis um hækkun áfengisgjalds um 12,5% .
Heildarverðbreytingin er að meðaltali 4,98% til hækkunar. Samtals breyta 1.025 tegundir um verð, þar af lækka 103 tegundir. 682 tegundir breyta ekki um verð.
15.12.2008
Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veitir heimsendingarþjónustu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager.
- Pantanir berist fyrir 19.desember
- Gildir fyrir höfuðborgarsvæðið
- Sent er út á virkum dögum til kl. 17:00
- Varan er send um leið og greiðsla er frágengin.
Hægt er að panta í síma 560 7720 eða senda tölvupóst á netfangið solumenn@vinbudin.is.
Kynntu þér veislu- og gjafaþjónustu Vínbúðanna og nýttu þér ráðgjöf starfsfólks okkar.
12.12.2008
Alþingi hefur samþykkt 12,5% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki. Gera má ráð fyrir sem dæmi að hækkun á áfengisgjaldi hafi eftirfarandi áhrif að öðru óbreyttu.
- Rauðvín 750 ml, 13,5% hækkar úr 1.498 kr. í 1.577 kr. (5,2% hækkun).
- Bjór 500 ml, 5% hækkar úr 242 kr. í 256 kr. (5,8 % hækkun)
- Vodka 700 ml, 37,5% hækkar úr 3.360 kr. í 3.669 kr. (9,2%)
- Koníak 700 ml, 40% hækkar úr 7.500 kr. í 7.830 kr. (4,4%)
Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Birgjum verður gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi í kjölfarið.