Fréttir
23.05.2009
Nú í sumar standa Vínbúðirnar fyrir auglýsingaherferð undir yfirskriftinni 'Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis'. Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði.
Auglýsingarnar verða sýndar í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum á strætóskýlum og í bíó.
18.05.2009
Sala áfengis 35% meiri Eurovisionhelgina en helgina á undan. Mestu munur um lagerbjór sem er tæplega 80% af öllu seldu magni. Sala lagerbjórs jókst um 37% á milli helga, rauðvíns um 11% og hvítvíns um 38%. Sala á öðrum tegundum jókst um 32%...
10.05.2009
Sala áfengis í apríl jókst um 14,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Páskar í ár voru í apríl en í mars í fyrra. Samanburður við sömu mánuði í fyrra er því erfiður.
Sala áfengis fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 2,8% og hvítvíns um 4,9% en sala á rauðvíni dróst saman um 2,4%...
03.05.2009
Vínbúðirnar bjóða viðskiptavinum frábæra þjónustu þegar halda skal veislu. Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja rétt vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa Vínbúðanna.
Afgreiðslutími Veisluvíns þjónustunnar: mánudag - föstudags: 11-17
Veisluvíns-síminn er 560-7726 og netfangið veisluvin@vinbudin.is
28.04.2009
Lokað verður í Vínbúðum, föstudaginn 1.maí.
Opið verður í öllum Vínbúðum fimmtudaginn 30 apríl líkt og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19:00 í öllum Vínbúðum, nema Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.
22.04.2009
Vínbúðirnar verða lokaðar á sumardaginn fyrsta og 1. maí nk þar sem óheimilt er samkvæmt áfengislögum að hafa áfengisverslanir opnar á þessum dögum.
14.04.2009
Umferðarstofa í samvinnu við Vínbúðirnar eru þessa dagana að hrinda af stað auglýsingaherferð sem heitir „Sá sem flöskustúturinn lendir á“ en með þessu átaki er ökumönnum gerð grein þeim afleiðingum sem ákvörðunin um að aka eftir neyslu áfengis getur haft. Herferðin verður fyrst og fremst í netmiðlum og útvarpi.
08.04.2009
Sala áfengis í mars dróst saman um 11% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs dróst saman um tæp 9% og sala rauðvíns um 19%.
Sala áfengis í lítrum tímabilið janúar-mars miðað við sama tíma fyrir ári dróst saman um 4% miðað við sama tíma fyrir ári, úr 4.137 þús. í 3.969 þús.lítra. Sala rauðvíns dróst saman um -10% en sala lagerbjórs um -2%.
06.04.2009
Skrifað hefur verið undir samning um leigu á húsnæði við Akurgerði 4, fyrir nýja Vínbúð á Flúðum. Áformað er að opna nýja Vínbúð þar fyrir sumarið. Vínbúðin verður sjálfsafgreiðslubúð með rúmlega 100 mest seldu tegundirnar í vöruvali.
27.03.2009
Verið er að breyta Vínbúðinni Heiðrúnu um þessar mundir. Eftir helgina mun stór og glæsilegur bjórkælir verða tekinn í notkun, en hann mun geyma allan bjór sem seldur er í Vínbúðinni auk mest seldu freyði- og hvítvínanna. Um 170 tegundir af bjór eru til sölu í Vínbúðunum Heiðrúnu, Skútuvogi og Kringlunni og er kælirinn í Heiðrúnu yfir 100 fermetrar að stærð.