Fréttir
15.09.2009
Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3% í magni miðað við sama tímabil í fyrra.
Sala rauðvíns dróst saman um 1,4%, sala hvítvíns jókst um 6,4%, en sala á brandí dróst saman um 21,5%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um rúm 7% og aðrar bjórtegundir en lagerbjór og öl um rúm 35% Svipaður samdráttur er í blönduðum drykkjum eða 36,6%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í rúmlega 10,7 milljónum lítra fyrstu 8 mánuði ársins og jókst salan um 1,8% frá því á sama tíma í fyrra.
08.09.2009
Nýjasta Vínblaðið er komið út og er hægt að nálgast í næstu Vínbúð.
Meðal efnis í blaðinu er grein um bjór í matargerð og íslenskt smábruggerí, misheppnað markaðsátak Evrópusambandsins, breytt neyslumynstur áfengis á íslandi síðustu mánuði, bjór í veislur, íslenskar og norrænar hefðir í matseld...
01.09.2009
Nú er Smáréttaveisla í Vínbúðunum í september. Smáréttir henta vel við ýmis tækifæri og jafnt fyrir litla sem stóra hópa. Þeir eiga mjög vel við í fjölmennum samkvæmum þar sem ekki er setið við uppdekkað borð og sömuleiðis er kjörið að bjóða upp á smárétti þegar fáir eru samankomnir, til dæmis þegar vinum er boðið heim.
Í Vínbúðunum er hægt að nálgast frábærar uppskriftir af smáréttum í norrænum anda og upplýsingar um hvaða vín henta með. Einnig er þar hægt að nálgast skemmtilegan bækling um smárétti...
27.08.2009
Nú er kominn í loftið uppskriftavefur á vinbudin.is þar sem hægt er að nálgast allar uppskriftirnar sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
19.08.2009
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.
Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann á vinbudin.is. Hann er hægt að nálgast t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan, smella á 'Vöruleit' hér til vinstri eða smella á 'Vörur' á vinstri stiku...
04.08.2009
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 3,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 752,9 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 783 þúsund lítrar. Fjöldi viðskiptavina í vikunni var tæplega 125 þúsund, en í sömu viku í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir. Fækkun viðskiptavina er því 1,7%.
30.07.2009
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af stærstu dögum ársins. Þann dag árið 2008 var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi þar af var bjór 89% eða 698 þúsund lítrar.
10.07.2009
Sala rauðvíns dróst saman um hálft próstent, sala hvítvíns jókst um rúm 7%, en sala á viskí og brandí dróst saman um 22% og tæp 7%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í tæplega 7,4 milljónum lítra fyrstu sex mánuði ársins og jókst salan um 1,6% frá því á sama tíma í fyrra...
08.07.2009
Í vöruleitinni getur þú leitað að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum og auðveldað þér þannig leitina að ákveðnum tegundum.
Nú er einnig hægt að versla á vefnum, en ef karfa birtist fyrir aftan vöruna, þá er hún til í Vefbúðinni og þú getur fengið hana senda beint í þína Vínbúð, án nokkurs auka kostnaðar...
07.07.2009
Plastprent og Ríkiskaup undirrituðu á dögunum samkomulag um kaup á burðarpokum fyrir Vínbúðir ÁTVR. Um er að ræða 6 milljónir burðarpoka á næstu tveimur árum. Plastprent bauð lægst í útboði Ríkiskaupa og er einkum ánægjulegt að öll framleiðsla plastpokanna fer fram hérlendis. Samninginn undirrituðu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR og Sigurður Þorvaldsson, sölustjóri Plastprents.