Fréttir
27.08.2009
Nú er kominn í loftið uppskriftavefur á vinbudin.is þar sem hægt er að nálgast allar uppskriftirnar sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
19.08.2009
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.
Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann á vinbudin.is. Hann er hægt að nálgast t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan, smella á 'Vöruleit' hér til vinstri eða smella á 'Vörur' á vinstri stiku...
04.08.2009
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 3,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 752,9 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 783 þúsund lítrar. Fjöldi viðskiptavina í vikunni var tæplega 125 þúsund, en í sömu viku í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir. Fækkun viðskiptavina er því 1,7%.
30.07.2009
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af stærstu dögum ársins. Þann dag árið 2008 var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi þar af var bjór 89% eða 698 þúsund lítrar.
10.07.2009
Sala rauðvíns dróst saman um hálft próstent, sala hvítvíns jókst um rúm 7%, en sala á viskí og brandí dróst saman um 22% og tæp 7%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í tæplega 7,4 milljónum lítra fyrstu sex mánuði ársins og jókst salan um 1,6% frá því á sama tíma í fyrra...
08.07.2009
Í vöruleitinni getur þú leitað að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum og auðveldað þér þannig leitina að ákveðnum tegundum.
Nú er einnig hægt að versla á vefnum, en ef karfa birtist fyrir aftan vöruna, þá er hún til í Vefbúðinni og þú getur fengið hana senda beint í þína Vínbúð, án nokkurs auka kostnaðar...
07.07.2009
Plastprent og Ríkiskaup undirrituðu á dögunum samkomulag um kaup á burðarpokum fyrir Vínbúðir ÁTVR. Um er að ræða 6 milljónir burðarpoka á næstu tveimur árum. Plastprent bauð lægst í útboði Ríkiskaupa og er einkum ánægjulegt að öll framleiðsla plastpokanna fer fram hérlendis. Samninginn undirrituðu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR og Sigurður Þorvaldsson, sölustjóri Plastprents.
26.06.2009
Auglýsingin „Láttu ekki vín breyta þér í svín“ var valin besta auglýsingin úr flokki almannaheilla-herferða, valin af áhorfendum.
Áhorfendur á auglýsingahátíðinni í Cannes völdu auglýsinguna sem þá bestu af 400 almannaheilla-herferðum frá 35 löndum...
18.06.2009
Vínbúðin hefur opnað nýja og notendavæna Vefbúð á vinbudin.is.
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað
vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.
Von okkar er sú að þessi þjónusta eigi eftir að koma viðskiptavinum
að góðum notum og bjóðum við þá velkomna í Vefbúð Vínbúðarinnar...
16.06.2009
Ný Vínbúð var opnuð á Flúðum í gær, mánudaginn 15.júní. Auk þess að þjónaheimamönnum mun Vínbúðin þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem leggur leið sína um svæðið á ári hverju.
Vínbúðin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17-18, föstudaga kl.16-18 og einnig verður opið á laugardögum frá kl. 12-14 til 1.ágúst.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja Vínbúð.