Fréttir
05.03.2010
Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vínbúðanna hlaut í gær Stjórnunarverðlaunin 2010 í flokki þjónustustjórnunar.
Verðlaunin eru veitt af Stjórnvísi og voru afhent við hátíðlega viðhöfn af Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands...
05.03.2010
Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni í lítrum en árið 2009. Það sem af er árinu hefur salan dregist saman um 8,7%.
Hlutfallslega er samdrátturinn mestur í sölu á blönduðum drykkjum en þar hefur salan dregist saman um 37% í samanburði við árið 2009. Svipaða sögu er að segja um ókryddað brennivín og vodka en salan þar hefur minnkað um 25% á milli ára....
25.02.2010
Íslenska ánægjuvogin er könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja með samræmdum hætti. Nýlega voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009. Í könnuninni er sérstök áhersla lögð á ánægju viðskiptavina og tryggð. Mældir eru þættir eins og ímynd, væntingar og gæði þjónustu.
Í flokki smásöluverslana voru Vínbúðirnar í öðru sæti á eftir Fjarðakaup sem var sigurvegari flokksins. Við óskum Fjarðakaup innilega til hamingju með frábæran árangur. Af þeim 25 fyrirtækjum sem mæld voru í allri könnuninni voru Vínbúðirnar í fjórða sæti.
Vínbúðirnar eru stoltar af árangrinum, en ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst hærri í þau sjö ár sem fyrirtækið hefur tekið þátt í þessari könnun.
Starfsfólk Vínbúðanna þakkar viðskiptavinum fyrir jákvætt viðhorf.
04.02.2010
Sala áfengis í janúar dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama mánuð árið 2009. Sala bjórs dróst saman um 8,5% og sala rauðvíns um tæplega 8%.
Ekki er hægt að draga ályktanir um mikinn samdrátt út frá þessum tölum einum saman. Þar sem langflestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum verður að hafa í huga að í janúar 2010 eru fjórir föstudagar en í janúar 2009 voru fimm föstudagar.
29.01.2010
Nú er hægt að senda uppskriftir og fróðleik og upplýsingar um kokteila af vinbudin.is á Facebook, í tölvupósti eða jafnvel prenta út.
Kynntu þér hafsjó af fróðleik, upplýsingar um kokteila, og girnilegar uppskriftir hér á vinbudin.is og deildu með vinum þínum.
22.01.2010
Fjórar tegundir af þorrabjór verða í boði í Vínbúðunum þetta árið. Um er að ræða Egils þorrabjór, Kalda þorrabjór, Jökul þorrabjór og Suttungasumbl frá Brugghúsinu í Ölvisholti.
Sölutímabil þorrabjórs er frá bóndadegi til konudags eða einn mánuður. Þorrabjórinn er jafnan framleiddur í takmörkuðu magni, en hann verður fáanlegur í öllum Vínbúðum, að lágmarki ein tegund í minnstu búðunum. Í vöruspjaldi hverrar tegundar er hægt að sjá í hvaða Vínbúð viðkomandi bjór fæst.
Á morgun verður einnig hægt að fá lista yfir alla þorrabjórana með því að haka við táknið 'tímabundið í sölu' í vöruleitinni.
21.01.2010
Á uppskriftavefnum er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum svo sem fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
21.01.2010
Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum var salan 1,4% minni en árið 2008. Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en sala hvítvíns var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu en salan þar var 5,1% meiri en árið áður.
Sala lagerbjórs dróst lítilega saman en sala á ódrydduðu brennivíni og vodka var 12% minni. Einn mesti samdráttur ársins var í blönduðum drykkjum en sala þeirra dróst saman um tæplega 37% á árinu.
Salan í desember var 2% meiri í lítrum en desember 2008...
21.01.2010
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
Föstudaginn 1.jan. er lokað í Vínbúðunum, en laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju. (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)
Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.
ATH: Vefbúðin verður lokuð vegna uppfærslu á kerfum vegna breytingu á virðisauka frá kl. 12:00 31.des. Opnum aftur laugardaginn 2.jan. kl.10:00. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.
30.12.2009
Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Miðvikudaginn 30.des opið til kl. 20
- Fimmtudaginn 31.des opið til kl. 13
- Föstudaginn 1.jan - LOKAÐ
- Laugardaginn 2.jan - OPIÐ skv. venju. (11-18)
Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR
ATH: Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.