Fréttir
21.01.2010
Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum var salan 1,4% minni en árið 2008. Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en sala hvítvíns var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu en salan þar var 5,1% meiri en árið áður.
Sala lagerbjórs dróst lítilega saman en sala á ódrydduðu brennivíni og vodka var 12% minni. Einn mesti samdráttur ársins var í blönduðum drykkjum en sala þeirra dróst saman um tæplega 37% á árinu.
Salan í desember var 2% meiri í lítrum en desember 2008...
21.01.2010
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
Föstudaginn 1.jan. er lokað í Vínbúðunum, en laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju. (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)
Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.
ATH: Vefbúðin verður lokuð vegna uppfærslu á kerfum vegna breytingu á virðisauka frá kl. 12:00 31.des. Opnum aftur laugardaginn 2.jan. kl.10:00. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.
30.12.2009
Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Miðvikudaginn 30.des opið til kl. 20
- Fimmtudaginn 31.des opið til kl. 13
- Föstudaginn 1.jan - LOKAÐ
- Laugardaginn 2.jan - OPIÐ skv. venju. (11-18)
Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR
ATH: Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.
29.12.2009
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!
Laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju i Vínbúðunum (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)
Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar HÉR )
22.12.2009
Samþykkt voru í morgun á Alþingi lög um ráðstafanir í skattamálum sem taka meðal annars til hækkana á áfengis- og tóbaksgjalda.
Í lögunum er gert ráð fyrir 10% hækkun á áfengisgjaldi sem tekur gildi um áramót. Áætluð áhrif á smásöluverð eru nokkuð mismunandi eftir tegundum þar sem áfengisgjald er reiknað út frá áfengisprósentu.
Meðfylgjandi tafla sýnir dæmi um breytingar á nokkrum tegundum. Eins og sjá má gætir áhrifa breytingana mest á sterku áfengi...
10.12.2009
Nú hafa bæst við tveir nýjir leitarmöguleikar í vöruleitinni. Hægt er að leita eftir NÝJUM vörum (allar nýjar vörur í mánuðinum) og einnig er hægt að finna þær vörur sem eru í TÍMABUNDINNI sölu (svo sem jólabjór, páskabjór o.fl.)
Nú getur þú t.d. hakað við táknið 'Tímabundið' og fengið upp alla jólabjóra og jólavöru sem er í tímabundinni sölu í desember. Það sama gildir um páskabjóra og aðra árstíðar- og tímabundnar söluvörur.
Nýttu þér leitarmöguleikana í vöruleitinni til að finna einmitt það sem þú leitar að.
03.12.2009
Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni en árið 2008. Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni aukist. Sala á sterku áfengi þ.e. ókrydduðu brennivíni og vodka hefur dregist saman 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.
Salan í nóvember dróst saman um 4,1% samanborið við nóvember í fyrra. Þar vegur þungt minni sala á lagerbjór og sterkum drykkjum.
23.11.2009
Viðskiptavinir bíða margir spenntir eftir jólabjórnum, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Um sextán jólabjórar munu verða til sölu um þessi jól, en sala þeirra hófst, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 19.nóvember.
Einhverjar nýjar tegundir bætast í hóp jólabjóranna í ár, en að öðru leyti ættu viðskiptavinir að þekkja flestar tegundir frá fyrri árum.
11.11.2009
Sala áfengis í október var 15,3% minni í lítrum talið en í október árið 2008. Meginástæðu fyrir þessum mikla mun má rekja til þess að 31. október í fyrra kom mikill fjöldi viðskiptavina í Vínbúðirnar í kjölfar frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi hækkun á áfengisgjaldi. Þann dag komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en á hefðbundnum föstudegi koma að meðaltali um 29 þús. viðskiptavinir...
28.10.2009
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.
Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan eða smella á 'Vöruleit' hér til vinstri. Ef varan er með mynd af körfu fyrir aftan, er hægt að kaupa hana í Vefbúðinni.
Úrvalið er mikið í Vefbúðinni og því hægt að segja að valið hafi stóraukist fyrir þá sem búa nálægt minni Vínbúðum...