Fréttir
02.07.2010
Fyrstu sex mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 7,3% í lítrum miðað við sama tíma árið 2009. Hlutfallslega er samdrátturinn meiri í bjór en léttvínum. Sala á lagerbjór hefur dregist saman um tæplega 7% á árinu en rauðvín um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára...
01.07.2010
Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
22.06.2010
Nýtt og brakandi ferskt Vínblað er nú komið í Vínbúðirnar. Auk vöruskránnar er blaðið stútfullt af sumarlegu efni sem ætti að höfða til margra. Mikið er af spennandi uppskriftum á grillið auk bragðgóðra kokteila sem hægt er að njóta með. Brúðkaupum eru gerð góð skil að þessu sinni þar sem fjallað er um vínvalið í veisluna auk hefða og siða sem tengjast þeim. Gríptu Vínblaðið með þér í næstu Vínbúð. Hér má finna öll vínblöðin
08.06.2010
Ársskýrsla ÁTVR 2009 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Sala áfengis á árinu 2009 var tæplega 20 milljón lítrar eða um 2% minni sala en árið áður. Alls voru seldir um 15,8 m.ltr af bjór, en hlutur innlendra framleiðenda í sölu bjórs var 72% og hefur aldrei verið hærri. Samdráttur var í sölu vindlinga á árinu um 6,3% en aukning í sölu reyktóbaks...
07.06.2010
Fyrstu fimm mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 10% í lítrum ef miðað sama tíma árið 2009.
Ef salan í maí er hins vegar borin saman við maí í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. Hluti af skýringu á þessum mikla samdrætti er að 1. júní 2009 hækkuðu skattar á áfengi sem hafði í för með sér talsvert annríki í Vínbúðunum síðustu daga maímánaðar...
01.06.2010
Þemadagarnir 'Sumarvín 2010' hefjast í dag. Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir nú nálgast bækling með girnilegum grill-uppskriftum og upplýsingar um hvaða vín hentar með.
Einnig er starfsfólk okkar ávallt reiðubúið til að aðstoða við val á víni.
Verið velkomin.
25.05.2010
Þegar halda á veislur vaknar iðulega spurningin hversu miklu magni á ég að reikna með í veisluna? Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það. Það fyrsta er hvenær veislan er haldin, þ.e.a.s. um helgi eða virkan dag. Hversu lengi stendur veislan, aldursskipting, árstími og fleira hefur einnig mikið að segja...
21.05.2010
Lokað verður í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu, mánudaginn 24.maí. Afgreiðslutími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 22. maí, en Vínbúðir höfuðborgarsvæðisins eru þá opnar frá 11-18.
12.05.2010
Vínbúðirnar eru lokaðar á morgun, uppstigningardag, 13.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði í dag (miðvikudag), en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 18 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.
04.05.2010
Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.
Sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum...