Fréttir

Góðar viðtökur á Hvolsvelli

26.08.2010

Vínbúðin Hvolsvelli flutti í nýtt húsnæði þann 23.mars sl. Búðin opnaði því í miðju eldgosi í Eyjafjallajökli, en hræringar á Fimmvörðuhálsi hófust daginn áður. Í kjölfarið hófst söguleg barátta við náttúruöflin og þrátt fyrir það að svæðið hafi verið mjög mikið lokað af á tímabili hefur verið mikið að gera í Vínbúðinni. Í lok júlí opnaði svo Landeyjarhöfn, sem jók enn frekar á umferðina á svæðinu...

The Global Compact

20.08.2010

ÁTVR hefur í samvinnu við norrænu áfengiseinkasölurnar unnið að því að skoða aðfangakeðju vara út frá sjónarmiðum samfélagslegrar ábyrgðar. Leiðarljós þessarar vinnu hefur verið svokallaður Global Compact Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn byggir á því að leitast við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélagið...

Vínvalið í brúðkaupið eða aðrar veislur

12.08.2010

Í dag er léttvín á boðstólum í flestum brúðkaupum þó það sé alls engin skylda. Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín umfram kampavín þar sem verðmunur er mikill. Skynsamlegast er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því það er mun frískara að fá þurrt eða hálfþurrt freyðivín fyrir matinn ...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

03.08.2010

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 750 þúsund lítrar.

0,5% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, 124 þúsund á móti 125 þúsund árið 2009. Ef einstakir dagar...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

26.07.2010

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Venjulega koma milli 125 – 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku, sem er um 25-30% meira en vikuna á undan verslunarmannahelgarvikunni...

Riesling -svalandi sumardrykkur

22.07.2010

Með hækkandi sól sækjum við landar í léttari vín, hin þungu og bragðmiklu rauðvín fá yfirleitt hvíld þar til haustar á ný. Sumarið er sá tími sem hvítvínin njóta sín hvað best, ilmandi af ferskum ávöxtum, hunangi og blómum. Með vor í hjarta og sól í sinni er auðvelt að gleðjast yfir glasi af Riesling, jafnt þurrum sem hálfsætum. Þrúgan er sannkölluð snædrottning þrúguheimsins, svolítið skörp og súr í bragði en glettilega góð samt...

Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.

02.07.2010

Fyrstu sex mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 7,3% í lítrum miðað við sama tíma árið 2009. Hlutfallslega er samdrátturinn meiri í bjór en léttvínum. Sala á lagerbjór hefur dregist saman um tæplega 7% á árinu en rauðvín um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára...

Girnilegar uppskriftir á vefnum

01.07.2010

Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

Nýtt Vínblað

22.06.2010

Nýtt og brakandi ferskt Vínblað er nú komið í Vínbúðirnar. Auk vöruskránnar er blaðið stútfullt af sumarlegu efni sem ætti að höfða til margra. Mikið er af spennandi uppskriftum á grillið auk bragðgóðra kokteila sem hægt er að njóta með. Brúðkaupum eru gerð góð skil að þessu sinni þar sem fjallað er um vínvalið í veisluna auk hefða og siða sem tengjast þeim. Gríptu Vínblaðið með þér í næstu Vínbúð. Hér má finna öll vínblöðin

Góð afkoma ÁTVR árið 2009

08.06.2010

Ársskýrsla ÁTVR 2009 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Sala áfengis á árinu 2009 var tæplega 20 milljón lítrar eða um 2% minni sala en árið áður. Alls voru seldir um 15,8 m.ltr af bjór, en hlutur innlendra framleiðenda í sölu bjórs var 72% og hefur aldrei verið hærri. Samdráttur var í sölu vindlinga á árinu um 6,3% en aukning í sölu reyktóbaks...