Fréttir
05.01.2011
Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna breytinga dagana 10.janúar til 10.febrúar. Við bendum viðskiptavinum á Vínbúðirnar í Skútuvogi og í Kringlunni á meðan framkvæmdum stendur. Vínbúðin Skútuvogi er opin frá 9-20 virka daga og 11-18 á laugardögum.
04.01.2011
Vínbúðinni Garðabæ hefur nú verið lokað. Ákvörðunin var tekin m.a. í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rann út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001.
Við þökkum viðskiptavinum Vínbúðarinnar fyrir viðskiptin á undanförnum árum og bendum á nærliggjandi Vínbúðir
á Dalvegi, í Smáralind og í Hafnarfirði.
04.01.2011
Í gegnum aldirnar hefur freyðing vína vakið athygli og hefur hennar verið getið í skrifum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástæðan fyrir loftbólunum hefur verið talin tengjast ýmsum undrum, allt frá sjávarföllunum til góðra og illra anda. Sumir kölluðu þennan leyndardómsfulla freyðandi drykk vín djöfulsins. Á miðöldum vakti það eftirtekt að vín frá Champagne héraðinu hafði tilhneigingu til að freyða en þetta var talinn galli á þeim tímum...
04.01.2011
Nú þegar villibráðin er farin að sjást á matarborðum landans kemur Shiraz ósjálfrátt upp í hugann, en rauðvín úr þessari þrúgu falla einstaklega vel með villibráð. Að öðrum þrúgum ólöstuðum stendur Shiraz uppúr þegar villibráð er annarsvegar. Vín úr þessari þrúgu geta nálgast villibráðina á fleiri en einn veg, allt eftir því hvaðan úr heiminum þau koma...
04.01.2011
Madeira- og portvínssósur eru mikið notaðar til hátíðarbrigða og falla einstaklega vel að þeim mat sem neytt er á þessum árstíma. Þær henta vel með kalkún, nýju sem reyktu grísakjöti og allflestri villibráð. Til eru margar útgáfur af þessum sósum og eiga eflaust margir sína uppáhalds uppskrift. Vínið sem í hana er notað setur mark sitt á sósuna og gefur henni hátíðarsvip. Sósurnar draga nafn sitt af víninu sem í þær er notað.
03.01.2011
Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%.
Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.
Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.
01.01.2011
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!
Mánudaginn 3.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.
22.12.2010
Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir. Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Fimmtudaginn 30.des opið til kl. 20
- Föstudaginn 31.des opið til kl. 13
- Laugardaginn 1.jan - LOKAÐ
- Sunnudaginn 2.janúar - LOKAÐ
- Mánudaginn 3.janúar - Talning (lokað í stærri Vínbúðum)
22.12.2010
Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
Miðvikudaginn 22.des opið til kl. 20
Fimmtudaginn 23.des opið til kl. 22
Föstudaginn 24.des opið til kl. 13
15.12.2010
Vínbúðin í Búðardal opnaði á ný þriðjudaginn 14. desember eftir miklar breytingar en hún hefur nú stækkað til muna. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutími er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga 17-18, föstudaga 14-18 og á laugardögum er lokað yfir vetrarmánuðina.