Fréttir
05.11.2010
Margir spenntir eftir jólabjórnum eins og undanfarin ár, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Sala jólabjórsins mun hefjast, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 18.nóvember næstkomandi.
01.11.2010
1. nóvember opnaði Vínbúðin á Þorlákshöfn í nýju og stærra húsnæði að Selvogsbraut 41. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Sigrún Rúnarsdóttir.
Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.
27.10.2010
Nýjasta æðið í vínneyslunni er Vín Spa. Nú er ekki lengur nóg að fóðra belginn að innanverðu með víni heldur þarf nú líka að smyrja skrokkinn að utanverðu með því. Að fara í rauðvíns- eða hvítvínsbað og svo fá gott nudd með þrúguhrati, það er toppurinn í dag. Fyrir þá sem vilja láta gera sig svolítið sæta, er væntanlega boðið upp á andlitsbað úr sætum þýskum Riesling...
26.10.2010
Í nýjasta Vínblaði eru uppskriftir að girnilegum, indverskum réttum frá Yesmine Olsson. Hún er mörgum kunn en hún hefur meðal annars gefið út tvær matreiðslubækur, sett upp Bollywood sýningu í Veisluturninum með eigin matseðil og verið ráðgjafi fyrir veitingastaði eins og Nítjánda og Saffran... Hér má finna öll vínblöðin
13.10.2010
Sala á vindlingum (sígarettum) hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við árið 2009. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. Sala áfengis á sama tímabili hefur dregist saman ...
01.10.2010
Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Garðabæ á núverandi stað frá og með 1. janúar 2011. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rennur út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001.
Staðsetning og stærð húsnæðisins sem Vínbúðin...
28.09.2010
Nú um tíma hefur ÁTVR gefið listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í Vínbúðinni Smáralind. Um þessar mundir eru listaverk eftir Maibel González Sigurjóns en hún sýnir pennateikningar og akríl á striga.
Sýningin verður uppi frá 1.september 2010 - 1 janúar 2011 í Vínbúðinni Smáralind.
24.09.2010
Í nýjasta hefti Vínblaðsins kennir ýmissa grasa, en þar er meðal annars hægt að skoða frábærar indverskar uppskriftir frá Yesmine Olsson, grein um vínsýninguna London Wine fair, kokteila uppskriftir, nokkrar þumalputtareglur við val á víni með uppskerunni, ítarleg umfjöllun um Cabernet Sauvignon, fróðleikur um munntóbak... og hvað er eiginlega Rauðvínsspa?
Gríptu þér blað frítt í næstu Vínbúð.
06.09.2010
Sala áfengis sumarmánuðina júní, júlí og ágúst er örlítið minni en sömu mánuði í fyrra. Sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni er meir en sömu mánuði 2009 en sala á bjór og sterkum vínum er minni. Athygli vekur að sala á freyðivíni eykst talsvert á milli ára en sala sumarsins..
01.09.2010
Í dag opnar Vínbúðin á Seyðisfirði í nýju og stærra húsnæði að Hafnargötu 4a. ÁTVR festi kaup á húsinu í vor en þar var áður lögreglustöð bæjarins til húsa. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. ÁTVR á sér langa sögu á Seyðisfirði..