Fréttir
04.01.2011
Madeira- og portvínssósur eru mikið notaðar til hátíðarbrigða og falla einstaklega vel að þeim mat sem neytt er á þessum árstíma. Þær henta vel með kalkún, nýju sem reyktu grísakjöti og allflestri villibráð. Til eru margar útgáfur af þessum sósum og eiga eflaust margir sína uppáhalds uppskrift. Vínið sem í hana er notað setur mark sitt á sósuna og gefur henni hátíðarsvip. Sósurnar draga nafn sitt af víninu sem í þær er notað.
03.01.2011
Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%.
Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.
Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.
01.01.2011
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!
Mánudaginn 3.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.
22.12.2010
Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir. Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Fimmtudaginn 30.des opið til kl. 20
- Föstudaginn 31.des opið til kl. 13
- Laugardaginn 1.jan - LOKAÐ
- Sunnudaginn 2.janúar - LOKAÐ
- Mánudaginn 3.janúar - Talning (lokað í stærri Vínbúðum)
22.12.2010
Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
Miðvikudaginn 22.des opið til kl. 20
Fimmtudaginn 23.des opið til kl. 22
Föstudaginn 24.des opið til kl. 13
15.12.2010
Vínbúðin í Búðardal opnaði á ný þriðjudaginn 14. desember eftir miklar breytingar en hún hefur nú stækkað til muna. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutími er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga 17-18, föstudaga 14-18 og á laugardögum er lokað yfir vetrarmánuðina.
10.12.2010
Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna girnilegar uppskriftir fyrir desemberveisluna sem Daníel Sigurgeirsson, yfirmatreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, setti saman sérstaklega fyrir Vínbúðirnar. Einnig er skemmtileg og fróðleg grein um Madeira og porvínssósur sem mörgum þykja ómissandi á þessum árstíma...Hér má finna öll vínblöðin
24.11.2010
Greinilegt er að landsmenn hafa beðið jólabjórsins með mikilli eftirvæntingu. Sala á jólabjór var tæplega 130% meiri fyrstu þrjá daga sölutímabilsins í ár í samanburði við árið í fyrra.
Mest var selt af Tuborg Julebryg ýmist í dós eða flösku, alls 32.100 lítrar sem er 43% af heildarsölu jólabjórs þessa daga...
22.11.2010
Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið eru 13 tegundir jólabjóra í sölu. Meðal nýrra vara má nefna Jólajökul, sem framleiddur er í Stykkishólmi og tvenns konar gjafapakkningar af jólabjór frá Færeyjabjór.
Hægt er að fá lista yfir alla jólabjóra sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við 'Tímabundið í sölu' í vöruleitinni á vinbudin.is. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.
10.11.2010
Vegna frétta sem hafa birst um lokun Vínbúða vill ÁTVR taka fram að engin áform eru um frekari lokun Vínbúða umfram það sem þegar hefur komið fram.
ÁTVR hefur sagt frá því að fyrirhugað er að loka Vínbúðinni í Garðabæ frá og með 1. janúar 2011. Þá hefur lengi hefur verið áhugi á að sameina Vínbúðirnar á Dalvegi og í Smáralind. Í árslok 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir sameinaða Vínbúð en niðurstaðan varð að halda rekstrinum áfram óbreyttum þar til leigusamningi í Smáralind lýkur haustið 2011. Endanleg staðsetning þeirrar Vínbúðar hefur ekki verið ákveðin.