Fréttir
01.06.2011
Vínbúðin á Vopnafirði hefur nú opnað í nýju og stærra húsnæði á Hafnarbyggð 4. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Árný Árnadóttir.
Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.
05.05.2011
Í apríl voru seldir 1.583 þúsund lítrar af áfengi sem er tæplega 22% meiri sala en í apríl í fyrra. Ástæðan er að páskarnir eru annasamur tími í Vínbúðunum en páskarnir voru í mars í fyrra en apríl núna. Sala áfengis tímabilið janúar – apríl er um 2% minni en sömu mánuði í fyrra...
27.04.2011
Sala Páskavikuna í ár var 462 þús. lítrar en var 507 þús. lítrar Páskavikuna 2010 eða 8,8% samdráttur.
85.109 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í Páskavikunni eða 6% færri en í Páskavikunni 2010 þegar 90.541 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar...
16.04.2011
Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 20.apríl eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.
AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR
04.04.2011
Sala áfengis í mars var 1.286 þús. lítrar. Ekki er marktækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru almennt annasamir í Vínbúðunum og sést munurinn greinilega þegar salan 27. – 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þús. lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þús. lítrar...
14.03.2011
Mars tölublað Vínblaðsins er nú komið í hillur Vínbúðanna. Blaðið er á þjóðlegu nótunum að þessu sinni með áherslu á íslenska framleiðslu og hráefni. Meðal efnis eru uppskriftir af sigurkokteilum undanfarinna ára í kokteilkeppni Barþjónaklúbbs Íslands, umfjöllun um mest seldu vörur undanfarins árs, grein um þær íslensku vörur sem fá má í Vínbúðunum og girnilegar uppskriftir úr okkar framúrskarandi hráefni. Njótið vel!
07.03.2011
Sala áfengis í febrúar var 0,3% minni en í febrúar í fyrra. Sala í léttum vínum eykst milli ára, um 6% í rauðvíni og 12% í hvítvíni. Sala dregst hins vegar saman í brennivíni og vodka um 10,6% og lagerbjór um 1,6%...
23.02.2011
Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.
Þetta er í tólfta sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið Ánægjuvogarinnar ...
10.02.2011
Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin er nú öll bjartari og léttari yfirbragðs auk þess sem framstilling vöru er mun þægilegri fyrir viðskiptavini.
Opnunartími Vínbúðarinnar er alla virka daga frá 9-20 og á laugardögum frá 11-18.
Verið velkomin í nýja og glæsilega Vínbúð.
02.02.2011
Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra.
Sala á sterkum drykkjum heldur áfram að dragast saman, bæði í ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum..