Fréttir

Viðskiptavinir Vínbúðanna ánægðir!

23.02.2011

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í tólfta sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið Ánægjuvogarinnar ...

Skeifan opnuð aftur!

10.02.2011

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin er nú öll bjartari og léttari yfirbragðs auk þess sem framstilling vöru er mun þægilegri fyrir viðskiptavini.

Opnunartími Vínbúðarinnar er alla virka daga frá 9-20 og á laugardögum frá 11-18.

Verið velkomin í nýja og glæsilega Vínbúð.

Minni janúarsala en í fyrra

02.02.2011

Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra.

Sala á sterkum drykkjum heldur áfram að dragast saman, bæði í ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum..

Breytingar í Skeifunni

05.01.2011

Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna breytinga dagana 10.janúar til 10.febrúar. Við bendum viðskiptavinum á Vínbúðirnar í Skútuvogi og í Kringlunni á meðan framkvæmdum stendur. Vínbúðin Skútuvogi er opin frá 9-20 virka daga og 11-18 á laugardögum.

Vínbúðinni Garðabæ hefur verið lokað

04.01.2011

Vínbúðinni Garðabæ hefur nú verið lokað. Ákvörðunin var tekin m.a. í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rann út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001.

Við þökkum viðskiptavinum Vínbúðarinnar fyrir viðskiptin á undanförnum árum og bendum á nærliggjandi Vínbúðir á Dalvegi, í Smáralind og í Hafnarfirði.

Freyðivín

04.01.2011

Í gegnum aldirnar hefur freyðing vína vakið athygli og hefur hennar verið getið í skrifum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástæðan fyrir loftbólunum hefur verið talin tengjast ýmsum undrum, allt frá sjávarföllunum til góðra og illra anda. Sumir kölluðu þennan leyndardómsfulla freyðandi drykk vín djöfulsins. Á miðöldum vakti það eftirtekt að vín frá Champagne héraðinu hafði tilhneigingu til að freyða en þetta var talinn galli á þeim tímum...

Syrah/ Shiraz - Sama þrúga tvö nöfn

04.01.2011

Nú þegar villibráðin er farin að sjást á matarborðum landans kemur Shiraz ósjálfrátt upp í hugann, en rauðvín úr þessari þrúgu falla einstaklega vel með villibráð. Að öðrum þrúgum ólöstuðum stendur Shiraz uppúr þegar villibráð er annarsvegar. Vín úr þessari þrúgu geta nálgast villibráðina á fleiri en einn veg, allt eftir því hvaðan úr heiminum þau koma...

Vínið á bakvið hátíðarsósuna

04.01.2011

Madeira- og portvínssósur eru mikið notaðar til hátíðarbrigða og falla einstaklega vel að þeim mat sem neytt er á þessum árstíma. Þær henta vel með kalkún, nýju sem reyktu grísakjöti og allflestri villibráð. Til eru margar útgáfur af þessum sósum og eiga eflaust margir sína uppáhalds uppskrift. Vínið sem í hana er notað setur mark sitt á sósuna og gefur henni hátíðarsvip. Sósurnar draga nafn sitt af víninu sem í þær er notað.

Sala í desember 2010

03.01.2011

Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%. Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.

Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.

Gleðilegt ár!

01.01.2011

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Mánudaginn 3.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.