Fréttir

Tangó fyrir tvo

17.08.2011

Argentína er þekkt fyrir bæði nautakjöt og tangó. Nautakjötið vegna þess hversu bragðgott og meyrt það er, ljúft undir tönn og gleðigjafi fyrir bæði bragðlauka og soltna maga. Tangóinn, sem upprunnin er í Argentínu, er dans sem tengir tvær manneskjur nánar en nokkur annar dans, bæði líkamlega og tilfinningalega. Tangóinn heillar ekki aðeins dansparið sjálft, heldur getur maður algjörlega fallið í stafi við að sjá góða dansara taka sporin...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

02.08.2011

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var tæplega 11% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 744 þúsund lítrar. 6% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, tæplega 117 þúsund á móti 124 þúsund árið 2010. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til föstudags. Einungis á laugardeginum komu fleiri viðskiptavini í ár en í fyrra...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

25.07.2011

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Gera má ráð fyrir um 125 þúsund viðskiptavinum í vikunni eða 25 – 30% fleiri en vikuna á undan. Árið 2010 komu 124 þúsund viðskiptavinir sem er svipaður fjöldi og árið áður. Alls voru...

Umhverfisvænir pokar í Vínbúðunum

11.07.2011

Nú geta viðskiptavinir valið um að kaupa margnota burðarpoka í Vínbúðunum á 150 kr. í stað plastpokanna.

Árlega kaupa viðskiptavinir Vínbúðanna um 2,2 milljón plastburðarpoka en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa frábæru poka aftur og aftur.

Góð ráð fyrir fríið (úr Vínblaðinu)

08.07.2011

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu....

Sala áfengis fyrri hluta ársins

01.07.2011

Sala áfengis í lítrum er 2,8% minni nú fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Nánast enginn munur er þó á sölunni í júní, en hafa ber í huga að hvítasunnan var í júní í ár en í maí í fyrra.

Þegar litið er til fyrri hluta ársins er aukning í sölu léttvíns en minna hefur verið selt af bjór og ókrydduðu brennivíni og vodka. Freyðivín hefur verið vinsælla en áður...

Nýtt og spennandi Vínblað

20.06.2011

Nú er hægt að nálgast nýjasta Vínblaðið frítt í næstu Vínbúð. Í blaðinu eru góð ráð fyrir fríið, sumarlegar uppskriftir frá veitingastaðnum UNO og uppskriftir af kokteilum sem hægt er að búa til úr hráefni sem til er í flestum ísskápum.

Einnig er í blaðinu rætt um argentínskar matarhefðir, þrúgur frá Argentínu og birt fróðleg grein um mikilvægi forvarna og samspil milli foreldra og unglinga varðandi áfengi...

Opið lengur á fimmtudaginn!

15.06.2011

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en þá er lokað í Vínbúðunum.

Fimmtudaginn 16.júní verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er þá opið til kl. 19, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20.

Hér er að finna nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Pinnið á minnið!

08.06.2011

Vínbúðirnar taka þátt í innleiðingu á nýrri tækni í öruggari kortafærslum með pinni í stað undirskriftar.

Brátt munu íslenskir korthafar fara að staðfesta greiðslur með pinni (PIN-númeri) í stað undirskriftar, líkt og þekkist víða erlendis. Verslanir og þjónustufyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa sem snúa að viðskiptavinum til þess að mæta þessum kröfum. Í völdum Vínbúðum geta korthafar nú þegar staðfest viðskipti með pinni í stað undirskriftar...

Þemadagar í Vínbúðunum

07.06.2011

Í júní og júlí verður sannkölluð sumarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með sumarlegum, ítölskum uppskriftum sem Eyþór Mar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á UNO deilir með okkur. Uppskriftirnar eru einnig að finna á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. Í þemabæklingi...