Fréttir
15.06.2011
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en þá er lokað í Vínbúðunum.
Fimmtudaginn 16.júní verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er þá opið til kl. 19, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20.
Hér er að finna nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.
08.06.2011
Vínbúðirnar taka þátt í innleiðingu á nýrri tækni í öruggari kortafærslum með pinni í stað undirskriftar.
Brátt munu íslenskir korthafar fara að staðfesta greiðslur með pinni (PIN-númeri) í stað undirskriftar, líkt og þekkist víða erlendis. Verslanir og þjónustufyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa sem snúa að viðskiptavinum til þess að mæta þessum kröfum. Í völdum Vínbúðum geta korthafar nú þegar staðfest viðskipti með pinni í stað undirskriftar...
07.06.2011
Í júní og júlí verður sannkölluð sumarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með sumarlegum, ítölskum uppskriftum sem Eyþór Mar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á UNO deilir með okkur. Uppskriftirnar eru einnig að finna á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. Í þemabæklingi...
01.06.2011
Vínbúðin á Vopnafirði hefur nú opnað í nýju og stærra húsnæði á Hafnarbyggð 4. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Árný Árnadóttir.
Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.
05.05.2011
Í apríl voru seldir 1.583 þúsund lítrar af áfengi sem er tæplega 22% meiri sala en í apríl í fyrra. Ástæðan er að páskarnir eru annasamur tími í Vínbúðunum en páskarnir voru í mars í fyrra en apríl núna. Sala áfengis tímabilið janúar – apríl er um 2% minni en sömu mánuði í fyrra...
27.04.2011
Sala Páskavikuna í ár var 462 þús. lítrar en var 507 þús. lítrar Páskavikuna 2010 eða 8,8% samdráttur.
85.109 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í Páskavikunni eða 6% færri en í Páskavikunni 2010 þegar 90.541 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar...
16.04.2011
Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 20.apríl eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.
AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR
04.04.2011
Sala áfengis í mars var 1.286 þús. lítrar. Ekki er marktækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru almennt annasamir í Vínbúðunum og sést munurinn greinilega þegar salan 27. – 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þús. lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þús. lítrar...
14.03.2011
Mars tölublað Vínblaðsins er nú komið í hillur Vínbúðanna. Blaðið er á þjóðlegu nótunum að þessu sinni með áherslu á íslenska framleiðslu og hráefni. Meðal efnis eru uppskriftir af sigurkokteilum undanfarinna ára í kokteilkeppni Barþjónaklúbbs Íslands, umfjöllun um mest seldu vörur undanfarins árs, grein um þær íslensku vörur sem fá má í Vínbúðunum og girnilegar uppskriftir úr okkar framúrskarandi hráefni. Njótið vel!
07.03.2011
Sala áfengis í febrúar var 0,3% minni en í febrúar í fyrra. Sala í léttum vínum eykst milli ára, um 6% í rauðvíni og 12% í hvítvíni. Sala dregst hins vegar saman í brennivíni og vodka um 10,6% og lagerbjór um 1,6%...