Fréttir
13.02.2012
ÁTVR hefur óskað eftir að taka á leigu um 500-600 m² húsnæði fyrir Vínbúð í Garðabæ eða Hafnarfirði. Húsnæðið þarf að vera á einni hæð og vel sýnilegt frá stofnbraut eða tengibraut og mikilvægt að umferð að og frá húsnæðinu sé greið. Gert er ráð fyrir afhendingu húsnæðisins síðla árs 2012. Nánari upplýsingar um auglýst húsnæði er að finna á vef Ríkiskaupa.
Vínbúðin Dalvegi hefur verið lokuð frá áramótum en glæsileg Vínbúð opnar þar eftir miklar endurbætur miðvikudaginn 15. febrúar.
06.02.2012
Sala á áfengi er 2,3% minni í janúar í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Í lítrum talið er munurinn 25 þúsund lítrar. Samdráttur í sölu er talsvert meiri í bjór en léttvínum. Þannig dróst sala á bjór saman um 3% á meðan rauðvín og hvítvín dragast saman minna en 1%...
03.02.2012
Í dag, 3.febrúar fagnar ÁTVR 90 ára afmæli, en á þessum degi árið 1922 var fyrirtækið stofnað. Á þessum 90 árum hefur margt breyst en í dag eru Vínbúðirnar framúrskarandi þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavininn í öndvegi.
Gefin hefur verið út glæsileg Vínhandbók í tilefni afmælisins. Í febrúar býðst viðskiptavinum frítt eintak af bókinni á meðan birgðir endast og er hún væntanleg í allar Vínbúðir á næstu dögum.
Njótið vel!
30.01.2012
Vínbúðinni Skútuvogi var lokað í morgun, þar sem lögregla og slökkvilið lokuðu svæðinu vegna ammoníaksleka sem kom upp við hús Vodafone.
Vínbúðin hefur nú verið opnuð aftur.
13.01.2012
ÁTVR hefur ákveðið og tilkynnt til hlutaðeigandi aðila að hætt verði innkaupum á reyklausa tóbakinu Lunda og að ekki verði teknar í sölu nýjar tegundir á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munntóbak frekar en neftóbak. Margar vísbendingar eru um að reyklaust tóbak sé frekar notað í munn en nef, ólíkt því sem var á árum áður. Þetta á líka við um íslenska neftóbakið en líkur eru á að það sé í auknum mæli notað til töku í munn frekar en nef. ÁTVR lítur svo á að svara þurfi hvort og hvenær neftóbak verður munntóbak...
03.01.2012
Sala í desember var 2,6% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni og hvítvíni dróst lítilega saman en athygli vekur að sala á freyðivíni var tæpum 10% minni í ár en í fyrra.
Ef litið er á söluna vikuna fyrir áramót sem er einn annasamasti tími ársins þ.e. dagana 27. – 31. desember voru seldir 503 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 7% minna en sömu daga í fyrra. Ef fjöldi viðskiptavina er skoðaður ...
01.01.2012
Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.
Lokað verður í stærri Vínbúðum vegna talninga, mánudaginn 2.janúar.
Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna breytinga til 15.febrúar.
28.12.2011
Um áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi. ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum. Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.
Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%...
27.12.2011
Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.
Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13). Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi ...
23.12.2011
Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.
OPNUNARTÍMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
- 23.des: opið til kl. 22
- 24.des: opið 10-13
- 27-29 des: hefðbundinn opnunartími
- 30.des: opið til kl. 20
- 31.des: opið 10-13
-
Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.