Fréttir

ÁTVR leitar svara við álitamálum varðandi reyklaust tóbak

13.01.2012

ÁTVR hefur ákveðið og tilkynnt til hlutaðeigandi aðila að hætt verði innkaupum á reyklausa tóbakinu Lunda og að ekki verði teknar í sölu nýjar tegundir á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munntóbak frekar en neftóbak. Margar vísbendingar eru um að reyklaust tóbak sé frekar notað í munn en nef, ólíkt því sem var á árum áður. Þetta á líka við um íslenska neftóbakið en líkur eru á að það sé í auknum mæli notað til töku í munn frekar en nef. ÁTVR lítur svo á að svara þurfi hvort og hvenær neftóbak verður munntóbak...

Sala áfengis árið 2011

03.01.2012

Sala í desember var 2,6% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni og hvítvíni dróst lítilega saman en athygli vekur að sala á freyðivíni var tæpum 10% minni í ár en í fyrra.

Ef litið er á söluna vikuna fyrir áramót sem er einn annasamasti tími ársins þ.e. dagana 27. – 31. desember voru seldir 503 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 7% minna en sömu daga í fyrra. Ef fjöldi viðskiptavina er skoðaður ...

Gleðilegt nýtt ár!

01.01.2012

Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.

Lokað verður í stærri Vínbúðum vegna talninga, mánudaginn 2.janúar. Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna breytinga til 15.febrúar.

Verðbreytingar á áfengi um áramót

28.12.2011

Um áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi. ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum. Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.

Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%...

Annasamir dagar framundan

27.12.2011

Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.

Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13). Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi ...

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

23.12.2011

Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.

OPNUNARTÍMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
- 23.des: opið til kl. 22
- 24.des: opið 10-13
- 27-29 des: hefðbundinn opnunartími
- 30.des: opið til kl. 20
- 31.des: opið 10-13
- Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Farsímavefur Vínbúðanna

22.12.2011

Nú hefur nýr farsímavefur Vínbúðanna litið dagins ljós. Vefurinn er á slóðinni m.vinbudin.is en þar er hægt að skoða staðsetningar Vínbúða, afgreiðslutíma, helstu fréttir og fróðleik um Veisluvín.

Markmiðið með vefnum er að viðskiptavinir geti nálgast helstu upplýsingar á skjótan hátt í farsímum sínum hvar og hvenær sem er.

Við vonum að viðskiptavinir geti nýtt sér þessa þægilegu nýjung á ferðalögum sínum og í amstri dagsins.

Þemadagar í Vínbúðunum

03.12.2011

Í desember verður sannkölluð hátíðarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með uppskriftum að hátíðlegum forréttum sem kokkarnir á VOX deila með okkur.

Uppskriftirnar verða einnig að finna fljótlega á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. ...

Mikið selt af jólabjór

28.11.2011

Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember. Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.

Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því tveimur dögum. Það skýrir hins vegar...

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2011

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, þriðjudag. Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið er 21 vörunúmer jólabjóra í sölu auk annarrar jólavöru.


Hægt er að fá lista yfir alla jólavöru sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við 'Tímabundið í sölu' í vöruleitinni, sem finna má á stikunni hér til vinstri. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.