Fréttir

Páskasalan meiri en í fyrra

10.04.2012

Í Dymbilvikunni voru seldir 484 þúsund lítrar af áfengi, sem eru 4,6% meira magn en selt var fyrir páska fyrir ári. Miðvikudagur fyrir páska er einn af söluhæstu dögum ársins en í ár seldust 246 þús. lítrar þann dag, eða rúmlega helmingur af seldu magni vikunnar. Þann dag komu tæplega 39.800 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, flestir, rétt yfir 15 þúsund, komu milli klukkan 16:00 og 18:00.

Sala áfengis að aukast

03.04.2012

Sala áfengis í mars er 11,6% meiri í ár en í fyrra. Ástæða má líklega að mestu skýra með því að í ár eru fimm helgar í mars en voru fjórar í fyrra.

Tæplega 60% viðskiptavina koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og þess vegna hefur fjöldi helga í mánuði mikil áhrif á sölutölur mánaða. Hugsanlega hefur einnig áhrif að páskar eru snemma í apríl í ár en seint í fyrra.

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR þriðja árið í röð

27.03.2012

Hagnaður ÁTVR á árinu 2011 var rúmlega 1,2 milljarðar króna. Samdráttur í sölu áfengis var 2,7% og samdráttur í sölu tóbaks var 4,9%. Þrátt fyrir samdráttinn er afkoman með því besta frá árinu 2002 en þá var innheimtu tóbaksgjalds breytt og gjaldið ekki lengur hluti af hagnaði fyrirtækisins. Heildartekjur voru 25,4 milljarðar þar af voru tekjur af sölu áfengis 17 milljarðar en tekjur af sölu tóbaks voru 8,4 milljarðar...

ÁTVR semur við Advania

26.03.2012

ÁTVR hefur samið við Advania um endurnýjun á kassakerfi í Vínbúðunum. Einnig var samhliða undirritaður samningur um endurnýjun, hýsingu og rekstur á fjárhagslausninni Microsoft Dynamics NAV. Lögð var áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna. Lögð var áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna...

Eingöngu tregbrennanlegar til sölu

19.03.2012

Undanfarið hafa öll sígarettubréf verið að breytast í tregbrennanlega gerð (RIP) samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Í tregbrennanlegar sígarettur eru notuð bréf sem er þannig samsett að hætta á að kvikni út frá þeim verður óveruleg ef viðkomandi hættir að draga að sér reykinn, t.d. ef sofnað er útfrá þeim. Logandi sígaretta sem dettur eða glóð út frá sígarettunni getur orsakað mikil bál á skömmum tíma, en að meðaltali deyja tveir til þrír á viku vegna bruna af völdum reykinga í ríkjum ESB landa. Markmiðið með þessum nýju kröfum er þar af leiðandi að minnka líkur á eldsvoðum og dauðsföllum.

Eins og fjallað hefur verið um í fréttum hafa ÁTVR og Neytendastofa haft mismunandi álit á aðferð við innleiðingu staðlanna

Páskagull verður selt í Vínbúðunum

12.03.2012

Í kjölfar þess að ÁTVR hafnaði því að bjórinn Páskagull yrði seldur í Vínbúðunum m.a. á grundvelli þess að merkingum væri áfátt leitaði Ölgerðin Egill Skallagrímsson álits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlitið hefur nú skilað niðurstöðu sinni. Þar er tekið undir athugasemdir ÁTVR um að breyta þurfi merkingunum til samræmis við ákvæði gildandi laga og reglugerða um matvæli. Enn fremur er lagt til að hæfilegur frestur til úrbóta sé við næstu prentun umbúða...

Sala áfengis svipuð og í fyrra

06.03.2012

Sala áfengis í febrúar var nánast sú sama og á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þ.e. janúar og febrúar hefur salan hinsvegar dregist saman í heildina um 1,1% á milli ára.

Í febrúar lauk sölutímabili þorrabjórs. Alls seldust 38,8 þús. lítrar af þorrabjór í ár sem er tæplega 12% meira magn en á sama tímabili í fyrra en þá seldust 34,7 þús. lítrar...

Reglur um vörur í sölu

29.02.2012

Talsvert hefur verið fjallað um vörur sem hafnað hefur verið í sölu hjá Vínbúðunum undanfarið. Af gefnu tilefni viljum við benda á að þegar áfengistegund er tekin í umsóknarferli eru höfð til hliðsjónar gildandi lög og reglugerðir. Það sem skiptir meginmáli er heildarmat á hverri vöru, þar með talið, myndmál, merkingar, útlit og gerð umbúða, hvort varan á sér óáfenga hliðstæðu, eða er til dæmis keimlík annarri vöru..

Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu annað árið í röð

23.02.2012

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í þrettánda sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið..

Vínbúðin Dalvegi opnar aftur

15.02.2012

Vínbúðin Dalvegi hefur nú opnað aftur eftir breytingar, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Vínbúðin er nú mun stærri og bjartari og stór kælir hefur verið útbúinn fyrir bjórinn.

Opnunartími búðarinnar hefur breyst lítillega, en nú opnar kl. 10 í stað 9 áður. Vínbúðirnar Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi opna því kl. 10 alla virka daga og eru með opið til kl. 20 á kvöldin, en á laugardögum verður opið frá 11 til 18 eins og áður. Opnunartími annarra Vínbúða er óbreyttur, en á höfuðborgarsvæðinu opna aðrar búðir kl. 11...