Fréttir

Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins

01.06.2012

Sala áfengis jókst um 1,5% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 3% og hvítvíns um 5% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um 3%.

Vafi um gildistöku staðals um tregbrennanlegar sígarettur

30.05.2012

ÁTVR hefur borist svar við erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem staðfestur var sá skilningur ÁTVR að vafi leiki á því hvort staðallinn ÍST EN 16156:2010 hafi öðlast skyldubindandi gildi hér á landi og réttaróvissa ríki um gildistöku hans.

Það skal ítrekað að allar sígarettur sem eru til sölu hjá ÁTVR uppfylla kröfur staðalsins og hafa gert í marga mánuði. Hér má sjá svar innanríkisráðuneytisins við erindi ÁTVR.

HÉR er að finna frétt frá ÁTVR um málið frá því í mars 2012.

Vínhandbókin á vefnum

16.05.2012

Í tilefni 90 ára afmælis ÁTVR var gefin út glæsileg Vínhandbók í febrúar sem viðskiptavinum bauðst frítt í Vínbúðunum. Vínhandbókin hefur hlotið mikið lof og verið afar vinsæl og því fá eintök eftir. Nú er hægt að nálgast PDF af handbókinni hér á vefnum þar sem öllum er velkomið að skoða hana eða prenta út til eigin nota. Njótið vel!

VÍNHANDBÓKIN

Vínbúðin Hellu opnar á ný

14.05.2012

Í mars árið 2010 lokaði ÁTVR Vínbúðinni á Hellu vegna framkvæmda sem voru í tengslum við leiguhúsnæði Vínbúðarinnar. Nú eru framkvæmdir í húsinu langt komnar og Vínbúðin mun opna að nýju á sama stað og áður. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrri part sumars. Sigríður Magnea Sigurðardóttir mun sjá um verslunarstjórn.

Portúgal

30.04.2012

Þegar talað er um Portúgal sem vínframleiðsluland koma púrtvínin fljótt upp í hugann. Löng hefð er þó fyrir framleiðslu á góðum léttvínum og hafa rauðvínin verið einna þekktust. Margir sem komnir eru á miðjan aldur kannast þó sjálfsagt við portúgölsk rósavín en þau voru gjarnan drukkin þegar farið var út að borða...

Vefbúðin lokuð í 3 daga

26.04.2012

Vegna uppfærslu á viðskiptakerfi ÁTVR verður ekki hægt að fá ítarupplýsingar um vörur á vefnum, né panta í Vefbúðinni frá og með föstudeginum 27. apríl til og með sunnudagsins 29. apríl. Við biðjumst afsökunar á ónæði sem þetta kann að valda.

Leyndardómar hillumiðans

20.04.2012

Á hillumiðanum eru upplýsingar með táknum og texta sem segja til um hverju megi búast við, eða hvernig vínið er. Það þarf ekki annað en líta á táknin til að átta sig á því hvort vínið er létt, miðlungs eða bragðmikið.

Í nýjasta Vínblaðinu tekur Páll Sigurðsson, vínráðgjafi, saman upplýsingar um hillumiðann og útskýrir hvernig auðvelt er að lesa út úr þeim upplýsingum sem á miðanum eru...

Lokað á morgun

18.04.2012

Lokað verður í Vínbúðum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl. Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18:00 í dag, miðvikudag, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.

Þriðjudaginn 1.maí verður einnig lokað í Vínbúðum.

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Vínbúða er að finna á vef okkar.

Umhverfisvænu pokarnir vinsælir

17.04.2012

Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir valið að kaupa umhverfisvæna poka sem hægt er að nota aftur og aftur í stað einnota plastpoka. Umhverfisvænu pokarnir hafa notið mikilla vinsælda, enda auðveldlega hægt að nýta þá í fleiri innkaupaferðum. Pokarnir kosta 150 kr. og því margborgar sig að fjárfesta í einum slíkum.

Árlega kaupa viðskiptavinir Vínbúðanna um 2,2 milljón plastburðarpoka en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa frábæru poka aftur og aftur.

Ritun sögu ÁTVR að ljúka

12.04.2012

Á árunum 2004 til 2005 var farið að huga að ritun sögu ÁTVR. Kynslóðaskipti voru að verða í fyrirtækinu og ljóst að mikil þekking á fyrri rekstrarárum ÁTVR var við það að hverfa. Ekki mátti bíða mikið lengur ef á annað borð ætti að halda saman og varðveita sögu þessa merka fyrirtækis.

Rifja má upp að starfsemi ÁTVR hófst árið 1922 og teygir sig yfir mikil umbrotaár í sögu þjóðarinnar. Sérstaða ÁTVR er mikil og er fyrirtækið vel þekkt í hugum Íslendinga...