Fréttir

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

07.08.2012

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 7,6% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Salan í þessari viku var reyndar óvenjulega lítil í fyrra og var til að mynda 11% minni árið 2011 en 2010. Samtals seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 662 þúsund lítrar. 7,7% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, rúmlega 125 þúsund á móti 116 þúsund árið 2011...

Búist við annríki í Vínbúðunum

30.07.2012

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku.

Til samanburðar komu að meðaltali um 98 þús. viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí sl. Í fyrra seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgina en meðalsala á viku í júlí er um 449 þúsund lítrar. Salan í vikunni fyrir verslunarmannahelgina er því um 47% meiri en sala í meðalviku í júlí...

Ný skýrsla um tóbaksneyslu á Íslandi

04.07.2012

Embætti Landlæknis hefur birt ítarlega skýrslu um tóbaksneyslu á Íslandi. Könnunin var símakönnun framkvæmd í mars og apríl 2012.

Nýr bæklingur um Ítalíu

03.07.2012

Nýr bæklingur eftir vínráðgjafann Pál Sigurðsson er nú fáanlegur í Vínbúðunum. Í bæklingnum er að finna fróðlegar upplýsingar um vín og helstu vínræktarhéruð Ítalíu, auk sex girnilegra uppskrifta að réttum sem eru undir ítölskum áhrifum. Njóttu vel!

Salan fyrstu 6 mánuðina

02.07.2012

Sala áfengis jókst um 2,9% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,8% og hvítvíns um 6,4% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um rúmlega 3%. Sala á ávaxtavínum hefur aukist um tæp 50% það sem af er ári. Hins vegar hefur dregið úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka..

Vínbúðin á Hellu opnaði í dag

29.06.2012

Vínbúðin á Hellu opnaði á ný í dag, en henni var lokað árið 2010 vegna breytinga á leiguhúsnæði. Vínbúðin er á sama stað og áður í verslunarkjarnanum og er Sigríður Magnea Sigurðardóttir verslunarstjóri.

Í sumar er Vínbúðin opin mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga frá 11-19 og laugardaga frá 11-16. Nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúðarinnar. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð á Hellu.

Ný gerð plastpoka

28.06.2012

Vínbúðirnar hafa nú sett nýjan plastpoka í umferð. Á undanförnum árum hafa umbúðir áfengis breyst talsvert m.a. er algengara að bjór sé seldur í magnpakkningum og rauðvín og hvítvín í kössum. Þessar umbúðartegundir kalla síður á plastpokakaup en vín í flöskum...

Vínbúðin opnar á Hellu

26.06.2012

Í mars árið 2010 lokaði ÁTVR Vínbúðinni á Hellu vegna framkvæmda sem voru í tengslum við leiguhúsnæði Vínbúðarinnar. Nú eru framkvæmdir í húsinu langt komnar og Vínbúðin mun opna að nýju á sama stað og áður.

Vínbúðin opnar föstudaginn 29.júní kl. 12:00, en Sigríður Magnea Sigurðardóttir mun sjá um verslunarstjórn.

ÁTVR og UN Global Compact

15.06.2012

ÁTVR hefur nú gerst aðili að UN Global Compact sem og undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum sameinuðu þjóðanna og innleiða þær inn í vörukaupaferli fyrirtækisins.

Í því fellst að ÁTVR gerir kröfu um að vörur sem birgjar bjóða upp á séu í samræmi við sáttmálann sem kveður á um afnám barnaþrælkunar, virðingu mannréttinda, aðbúnað á vinnustað, umhverfismál og varnir gegn spillingu...

Nýtt Vínblað komið út!

11.06.2012

Nú er nýtt og sumarlegt Vínblaðið komið út. Í blaðinu að þessu sinni er meðal annars að finna girnilegar ítalskar uppskriftir, fróðleik um vínhéraðið mikla Toscana, áhugaverða grein um vínin sem marka stefnuna í spænskri víngerð næsta áratuginn og ferska og forvitnilega kokteila frá Sushisamba. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum, njótið vel!