Fréttir
09.10.2012
Þessa dagana eru að hefjast breytingar á Vínbúðinni á Akureyri sem áætlað er að standi yfir þar til í seinnihluta nóvember. Skipt verður um gólfefni, inn- og útgangur verður aðskilinn og nauðsynlegar endurbætur verða gerðar á innréttingum.
Vínbúðin verður opin á meðan á framkvæmdum stendur en Vínbúðinni verður skipt til helminga og hún rekin í sitthvorum helmingi rýmisins í tæpar þrjár vikur í senn. Eitthvað rask gæti því orðið á þjónustu ...
28.09.2012
Í haustútgáfu Vínblaðsins er mikið um áhugavert efni. Þar kennir Júlíus vínráðgjafi okkur réttu tæknina við bjórsmökkun, Páll vínráðgjafi útskýrir grugg í vínflöskum og deilir með okkur spennandi uppskrift af flæmskum pottrétti þar sem bjór er notaður við matargerðina, Gissur vínráðgjafi fer yfir sögu bjórs í Belgíu og færir okkur fréttir úr ...
26.09.2012
Vegna uppfærslu á tölvukerfi gætu verið einhverjar truflanir á vörulistanum og í Vefbúðinni í dag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.
11.09.2012
Sala áfengis jókst um 1,6% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,2% en sala hvítvíns hefur aukist um 3,7%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram ..
09.08.2012
Í dag opnar Vínbúðin í Ólafsvík í nýju og glæsilegu húsnæði að Ólafsbraut 55. Á sama tíma lokar gamla Vínbúðin sem opnuð var árið 1987 í samstarfi við barnafataverslun. Vínbúðin var á sínum tíma fyrsta Vínbúðin sem ÁTVR opnaði í samstarfi við annan rekstraraðila og markaði sú opnun tímamót í þjónustu við viðskiptavini...
07.08.2012
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 7,6% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Salan í þessari viku var reyndar óvenjulega lítil í fyrra og var til að mynda 11% minni árið 2011 en 2010. Samtals seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 662 þúsund lítrar. 7,7% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, rúmlega 125 þúsund á móti 116 þúsund árið 2011...
30.07.2012
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku.
Til samanburðar komu að meðaltali um 98 þús. viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí sl. Í fyrra seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgina en meðalsala á viku í júlí er um 449 þúsund lítrar. Salan í vikunni fyrir verslunarmannahelgina er því um 47% meiri en sala í meðalviku í júlí...
04.07.2012
Embætti Landlæknis hefur birt ítarlega skýrslu um tóbaksneyslu á Íslandi. Könnunin var símakönnun framkvæmd í mars og apríl 2012.
03.07.2012
Nýr bæklingur eftir vínráðgjafann Pál Sigurðsson er nú fáanlegur í Vínbúðunum. Í bæklingnum er að finna fróðlegar upplýsingar um vín og helstu vínræktarhéruð Ítalíu, auk sex girnilegra uppskrifta að réttum sem eru undir ítölskum áhrifum. Njóttu vel!
02.07.2012
Sala áfengis jókst um 2,9% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,8% og hvítvíns um 6,4% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um rúmlega 3%. Sala á ávaxtavínum hefur aukist um tæp 50% það sem af er ári. Hins vegar hefur dregið úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka..