Fréttir

Mikið selt af jólabjór fyrstu dagana

20.11.2012

Mikil sala var í jólabjór fyrstu söludagana. Alls seldust um 105 þús. lítrar fyrstu þrjá dagana þ.e. fimmtudag – laugardags. Í fyrra var 15. nóv. á þriðjudegi en þá seldust 110 þús. lítrar frá þriðjudegi til laugardags....

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2012

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, fimmtudag. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli, en í ár er von á 21 tegund í sölu (auk annarrar jólavöru).

Mikið kapp hefur verið lagt á að dreifa jólabjórnum í Vínbúðir þannig að sem flestar tegundir séu fáanlegar við upphaf sölutímabilsins. Dreifingin ræðst hins vegar af ...

Jólabjórinn 2012

08.11.2012

Í Vínbúðunum hefst sala jólabjórs 15. nóvember og lýkur á þrettándanum. Árið 1999 var selt magn jólabjórs 57 þús. lítrar og jókst árlega til ársins 2006 en þá var selt magn 342 þús. lítrar. Aðeins dró úr sölu árin 2007 og 2008 en eftir það hefur verið stöðug aukning og jókst t.d. salan í lítrum talið...

Sala áfengis og tóbaks jan-okt

05.11.2012

Sala áfengis jókst um 0,2% í lítrum fyrstu tíu mánuði í samanburði við árið í fyrra. Sala rauðvíns er nánast sú sama og í fyrra en aukning er í sölu hvítvíns um 2,1%. Alls hafa verið seldir 15,1 milljón lítra það sem af er ári þar af er sala á lagerbjór 9,6 milljón lítra...

Jólabjórinn væntanlegur 15. nóvember

24.10.2012

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast fimmtudaginn 15. nóvember.

Á síðasta ári seldust ríflega 500.000 lítra af jólabjór í Vínbúðunum, mest seldi jólabjórinn

Breytingar á Akureyri

09.10.2012

Þessa dagana eru að hefjast breytingar á Vínbúðinni á Akureyri sem áætlað er að standi yfir þar til í seinnihluta nóvember. Skipt verður um gólfefni, inn- og útgangur verður aðskilinn og nauðsynlegar endurbætur verða gerðar á innréttingum.

Vínbúðin verður opin á meðan á framkvæmdum stendur en Vínbúðinni verður skipt til helminga og hún rekin í sitthvorum helmingi rýmisins í tæpar þrjár vikur í senn. Eitthvað rask gæti því orðið á þjónustu ...

Vínblaðið

28.09.2012

Í haustútgáfu Vínblaðsins er mikið um áhugavert efni. Þar kennir Júlíus vínráðgjafi okkur réttu tæknina við bjórsmökkun, Páll vínráðgjafi útskýrir grugg í vínflöskum og deilir með okkur spennandi uppskrift af flæmskum pottrétti þar sem bjór er notaður við matargerðina, Gissur vínráðgjafi fer yfir sögu bjórs í Belgíu og færir okkur fréttir úr ...

Mögulegar truflanir í Vefbúðinni í dag

26.09.2012

Vegna uppfærslu á tölvukerfi gætu verið einhverjar truflanir á vörulistanum og í Vefbúðinni í dag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

11.09.2012

Sala áfengis jókst um 1,6% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,2% en sala hvítvíns hefur aukist um 3,7%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram ..

Sögulegir flutningar í Ólafsvík

09.08.2012

Í dag opnar Vínbúðin í Ólafsvík í nýju og glæsilegu húsnæði að Ólafsbraut 55. Á sama tíma lokar gamla Vínbúðin sem opnuð var árið 1987 í samstarfi við barnafataverslun. Vínbúðin var á sínum tíma fyrsta Vínbúðin sem ÁTVR opnaði í samstarfi við annan rekstraraðila og markaði sú opnun tímamót í þjónustu við viðskiptavini...