Fréttir
02.01.2013
Sala á áfengi í desember var 2,2% minni en sama mánuð í fyrra. Vikan fyrir áramót er jafnan ein annasamasta vika ársins og er árið í ár engin undantekning.
Dagana 27. – 31. desember voru seldir 513 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 2% meira en sömu daga í fyrra. Í ár bar 30. desember upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Mikið var að gera á gamlársdag og víða mynduðust langar biðraðir en þá komu 29.700 viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 7,1% meira...
01.01.2013
Talning verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar Vínbúðir opna að talningu lokinni.
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýja árinu!
31.12.2012
Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá klukkan 9-14 á gamlársdag, mánudaginn 31. desember. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar.
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!
27.12.2012
30. desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Hann ber nú eins og Þorláksmessu upp á sunnudag og því má búast má við miklum fjölda viðskiptavina á gamlársdag. Í fyrra voru viðskiptavinir um 94 þúsund dagan 27.- 31. des og þar af komu rúmlega 61% þeirra 30. og 31. des. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.
Salan frá 1. – 24. desember er 3,6% minni en á sama tíma í fyrra. ...
Vínbúðirnar óska landsmönnum farsældar á komandi ári!
18.12.2012
Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og eru tveir annasömustu dagarnir Þorláksmessan og 30. desember, en oft hefur þurft að hleypa viðskiptavinum inn í hollum á mestu álagstímunum þessa daga.
Í ár lenda þessir dagar á sunnudegi en samkvæmt lögum er Vínbúðunum óheimilt að hafa opið þá. Gera má ráð fyrir að vegna þessa verði miklar annir í Vínbúðunum á aðfangadag og gamlársdag.
Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann. Gleðilega hátíð!
11.12.2012
EFTA dómstóllinn veitti í dag ráðgefandi álit vegna ákvæða í íslenskum rétti sem fylgt hefur verið við val ÁTVR á áfengi til sölu í verslunum fyrirtækisins. Niðurstaða dómsins horfir mjög til skýringar á þeim reglum sem hafa heimilað ÁTVR eða skyldað til að hafna áfengum vörum vegna texta og myndmáls á umbúðum áfengisins.
07.12.2012
Sala áfengis janúar – nóvember er 0,9% meiri í lítrum talið en sömu mánuði í fyrra. Sala í nóvember er rúmlega 8% meiri en það má að hluta skýra með því að það eru fleiri helgar í nóvember í ár en í fyrra. Þegar sala er skoðuð eftir söluflokkum þá hefur sala á bjór aukist um 0,6% og á léttvíni um 3,7% en samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi um 4,9%...
04.12.2012
EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem stefndi íslenska ríkinu, en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna málsins.
Vín Tríó vildi að ÁTVR tæki drykkinn Mokai Cider...
23.11.2012
Á þeirri rúmu viku sem jólabjórinn hefur verið í sölu í Vínbúðunum hafa verið seldir um 140 þús. lítrar sem er 12% meira magn en á sambærilegu tímabili í fyrra þ.e. 15. – 22. nóvember.
Mest hefur verið selt af Tuborg Christmas Brew eða tæplega helmingur af því magni sem selt hefur verið. Sumar tegundir sem komu í takmörkuðu magni hafa vakið mikla athygli...
22.11.2012
Breytingum á Vínbúðinni á Akureyri sem staðið hefur yfir frá því í október er lokið.
Ákveðið var samhliða breytingunum að fjölga tegundum um þriðjung og má segja að verið sé að koma til móts við heimamenn sem kallað hafa eftir auknu vöruvali. Vínbúðin er á sama stað og áður að Hólabraut 16 og er Jóhanna Sigmarsdóttir verslunarstjóri.
Vínbúðin er opin mánudaga – fimmtudaga frá 11:00 – 18:00, föstudaga frá 11:00 – 19:00 og á laugardögum frá 11:00 – 18:00
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í glæsilega Vínbúð á Akureyri.