Fréttir
19.12.2023
Á höfuðborgarsvæðinu verður opið í flestum Vínbúðum föstudaginn 22. des. frá 11-19 og á Þorláksmessu (lau) frá 11-20. Opið er lengur á Dalvegi, Álfrúnu (Hafnarfirði), Kringlu, Skeifu og Smáralind, eða til kl. 22.00 á Þorláksmessu. Vakin er athygli á því að lokað er á aðfangadag og gamlársdag þar sem Vínbúðum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum.
17.11.2023
Þar sem það er fátt sem veitir okkur hjá Vínbúðinni jafn mikla ánægju og það að deila með öðrum þekkingu og reynslu ætlum við að nýta okkur samfélagsmiðla til að eiga öflugri og enn betri samskipti við viðskiptavini okkar.
11.11.2023
Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur sem þurftu að rýma bæinn vegna jarðskjálfta og eldgosahættu. Starfsfólk okkar er komið í öruggt skjól. Eins og gefur að skilja er Vínbúðin lokuð.
23.10.2023
Þriðjudaginn 24. október, hafa fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks boðað til kvennaverkfalls. Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf og taka þátt í baráttudeginum. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar þótt búast megi við skertri þjónustu. Ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum, á meðfylgjandi lista sem verður uppfærður má sjá Vínbúðir sem verða lokaðar.
17.10.2023
Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. nóvember. Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt lukku, ekki síst jólavörurnar, enda gaman að breyta til og smakka nýjar tegundir. Margir eru áhugasamir um þá flóru sem í boði er, en gert er ráð fyrir að um 120 jólavörur verði í sölu þetta árið.
06.10.2023
Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Í samstarfi við Stafrænt Ísland og ríkislögreglustjóra hefur verið þróuð lausn til að skanna rafræn ökuskírteini. Að sjálfsögðu er enn í boði að nota önnur hefðbundin skilríki eða vegabréf.
19.09.2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið úrskurðaði í dag að gjaldtaka ÁTVR vegna öflunar sýnishorna áfengis til gæðaeftirlits hefði ekki stoð í lögum. Gjaldtakan byggði á 43. gr. vöruvalsreglugerðar, nr. 1106/2015. „Vegna gæðaeftirlits er ÁTVR ávallt heimilt, á kostnað birgis, að taka sýnishorn vöru úr vörubirgðum eða kalla eftir sýnishorni frá birgi.“ Niðurstaða ráðuneytisins grundvallast á því að sérstaka heimild skorti í lögum fyrir gjaldtökunni sem reglugerðin mælir fyrir um.
15.09.2023
Vegna vatnstjóns er Vínbúðin í Vík lokuð tímabundið á meðan unnið er að viðgerð.
09.08.2023
Verðlagning ÁTVR á vörum í Vínbúðum er ákveðin í lögum sem samþykkt eru á Alþingi, sem og í reglugerð sem fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið setur. Í lögunum kemur fram að álagning ÁTVR skal miða við áfengisprósentu, 18% álagning á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda og 12% ef hlutfall vínanda er meira en 22%.
08.08.2023
Alls seldust 777 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem er 2,5% meiri sala en fyrir verslunarmannahelgina árið 2022. Minni sala var á rauðvíni en árið áður en hins vegar var meiri sala á hvítvíni og freyðivíni/kampavíni. Sala í lagerbjór var meiri og sama má segja um sölu á blönduðum drykkjum á meðan sala á öðrum bjórtegundum og síder og ávaxtavínum er minni.