Fréttir
04.02.2013
Sala áfengis er 1,4% minni í ár en í fyrra. Meira er selt af rauðvíni og hvítvíni en samdráttur er í sölu á lagerbjór, sterku áfengi og blönduðum drykkjum. Ef sala áfengis í janúarmánuði er skoðuð tímabilið 2006 – 2013 þá er salan í ár sú minnsta á tímabilinu....
16.01.2013
Fyrir jólin kom út nýr og spennandi kokteilbæklingur. Í honum má finna úrval spennandi óáfengra og áfengra kokteila auk uppskrifta af bollum sem hentugt er að bjóða upp á í ýmis konar samkvæmum. Einnig eru góðar leiðbeiningar um hvaða tæki og tól er gott að hafa við höndina þegar blanda á kokteila og hvernig útbúa má síróp af ýmsu tagi til að bragðbæta blöndurnar.
03.01.2013
Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Austurstræti sem áætlað er að standi yfir þar til í byrjun febrúar. Skipt verður meðal annars um gólfefni og nauðsynlegar endurbætur gerðar á innréttingum.
Vínbúðin verður lokuð á meðan á framkvæmdum stendur og er viðskiptavinum bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Borgartúni, Vínbúðina Eiðistorgi og Vínbúðina Kringlunni.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð.
02.01.2013
Sala á áfengi í desember var 2,2% minni en sama mánuð í fyrra. Vikan fyrir áramót er jafnan ein annasamasta vika ársins og er árið í ár engin undantekning.
Dagana 27. – 31. desember voru seldir 513 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 2% meira en sömu daga í fyrra. Í ár bar 30. desember upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Mikið var að gera á gamlársdag og víða mynduðust langar biðraðir en þá komu 29.700 viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 7,1% meira...
01.01.2013
Talning verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar Vínbúðir opna að talningu lokinni.
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýja árinu!
31.12.2012
Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá klukkan 9-14 á gamlársdag, mánudaginn 31. desember. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar.
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!
27.12.2012
30. desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Hann ber nú eins og Þorláksmessu upp á sunnudag og því má búast má við miklum fjölda viðskiptavina á gamlársdag. Í fyrra voru viðskiptavinir um 94 þúsund dagan 27.- 31. des og þar af komu rúmlega 61% þeirra 30. og 31. des. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.
Salan frá 1. – 24. desember er 3,6% minni en á sama tíma í fyrra. ...
Vínbúðirnar óska landsmönnum farsældar á komandi ári!
18.12.2012
Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og eru tveir annasömustu dagarnir Þorláksmessan og 30. desember, en oft hefur þurft að hleypa viðskiptavinum inn í hollum á mestu álagstímunum þessa daga.
Í ár lenda þessir dagar á sunnudegi en samkvæmt lögum er Vínbúðunum óheimilt að hafa opið þá. Gera má ráð fyrir að vegna þessa verði miklar annir í Vínbúðunum á aðfangadag og gamlársdag.
Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann. Gleðilega hátíð!
11.12.2012
EFTA dómstóllinn veitti í dag ráðgefandi álit vegna ákvæða í íslenskum rétti sem fylgt hefur verið við val ÁTVR á áfengi til sölu í verslunum fyrirtækisins. Niðurstaða dómsins horfir mjög til skýringar á þeim reglum sem hafa heimilað ÁTVR eða skyldað til að hafna áfengum vörum vegna texta og myndmáls á umbúðum áfengisins.
07.12.2012
Sala áfengis janúar – nóvember er 0,9% meiri í lítrum talið en sömu mánuði í fyrra. Sala í nóvember er rúmlega 8% meiri en það má að hluta skýra með því að það eru fleiri helgar í nóvember í ár en í fyrra. Þegar sala er skoðuð eftir söluflokkum þá hefur sala á bjór aukist um 0,6% og á léttvíni um 3,7% en samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi um 4,9%...