Fréttir

Vínbúðin á Patreksfirði flutt í nýtt húsnæði

28.06.2013

Vínbúðin Patreksfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Þórsgötu 8. Á sama tíma breyttist opnunartími en í júní-ágúst er opið mánudaga til fimmtudaga 14-18, föstudaga 14-19 og laugardaga 11-14.

ÁTVR hlýtur gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

25.06.2013

ÁTVR hefur hlotið Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið...

Nýtt Vínblað!

12.06.2013

Nú er sumarlegt og spennandi Vínblað komið í Vínbúðirnar. Meðal efnis að þessu sinni eru girnilegar grilluppskriftir frá Grillmarkaðnum, mikill fróðleikur um Rioja héraðið á Spáni, en í júní og júlí eru einmitt Rioja þemadagar í Vínbúðunum, ljúffengir sumarkokteilar, grein um rósavín, umfjöllun um nýja herferð gegn munntóbaksneyslu ungmenna, auk þess sem þrír vínráðgjafar velja vín með spennandi lúðurétti. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum og einnig er hægt að fletta því hér á vefnum.
Njótið vel!

Sala áfengis og tóbaks janúar til maí

06.06.2013

Sala áfengis jókst um 1,5% lítra fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki tæp 96% á milli ára...

Rioja dagar

04.06.2013

Í júní og júlí verða Rioja þemadagar í Vínbúðunum. Rioja er best þekkt fyrir rauðvín úr Tempranillo þrúgunni, en þar eru einnig gerð hvítvín, rósavín og jafnvel freyðivín. Aðrar helstu þrúgur svæðisins eru hinar rauðu Garnacha, Mazuelo og Graciano og hinar hvítu Viura og Verdejo.

Bækling með spennandi grilluppskriftum frá Grillmarkaðnum, sem henta mjög vel með vínum frá Rioja, má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola.
Vertu velkomin/n á Rioja daga í Vínbúðunum!

Breytingar á Flúðum

31.05.2013

Frá því að Vínbúðin á Flúðum var opnuð í júní 2009 hefur viðskiptavinum fjölgað og salan aukist jafnt og þétt. Vínbúðin var í upphafi 100 tegunda Vínbúð, en vegna fjölda viðskiptavina og mikillar sölu þá hefur verið ákveðið að fjölga tegundum um helming og auka opnunartímann frá 1. júní n.k.

Vínbúðin er áfram til húsa að Akurgerði 4, Flúðum. Breyttur opnunartími er....

Meðferð umsókna um sölu á tóbaki með einkennandi bragðefnum

17.05.2013

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur í samræmi við tilmæli velferðarráðuneytisins og markmið tóbaksvarnarlaga nr. 6/2002 og laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, um að draga úr skaðlegum áhrifum tóbaksneyslu, vernda ungt fólk gegn neyslu tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum, ákveðið að taka að svo stöddu ekki til sölu tóbaksvörur sem hafa einkennandi lyktar- eða bragðefni, önnur en þau sem þegar er hefð fyrir sölu á hérlendis. Tilefnið er aukin tilhneiging tóbaksiðnaðarins til að höfða til nýrra...

Ný 3D forvarnarauglýsing um munntóbak

08.04.2013

Vínbúðirnar/ÁTVR hafa sett af stað nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: 'Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð'. Markmiðið er að stuðla að minni notkun neftóbaks á meðal ungs fólks í samræmi við markmið laga og stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.

Auglýsingunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóks og minna ungt fólk á að munntóbak er skaðlegt ekki síður en ógeðslegt. Í auglýsingunni er munntóbaki líkt við rusl til að vekja athygli á því að engum myndi detta í hug að hafa það langtímum saman í munninum....

Sala áfengis

04.04.2013

Sala áfengis er 4,4% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þessa aukningu má líklega að mestu skýra með því að í ár eru páskar í mars en þeir voru í apríl í fyrra. Sama skýring á við þegar sala marsmánaðar er skoðuð en í ár seldust 12,2% fleiri lítrar en í fyrra...

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR

02.04.2013

Hagnaður ÁTVR á árinu 2012 var 1.340 milljónir króna. Á árinu jókst sala áfengis í fyrsta sinn frá árinu 2008. Salan jókst um 0,54% í lítrum talið á milli áranna 2011 og 2012.

Almennt var samdráttur í sölu tóbaks á árinu 2012, að reyktóbaki undanskildu en þar er aukning um 12%. Sala neftóbaks dróst saman um 4,9% og sala á vindlingum (sígarettum) um tæp 3%...