Fréttir
04.06.2013
Í júní og júlí verða Rioja þemadagar í Vínbúðunum. Rioja er best þekkt fyrir rauðvín úr Tempranillo þrúgunni, en þar eru einnig gerð hvítvín, rósavín og jafnvel freyðivín. Aðrar helstu þrúgur svæðisins eru hinar rauðu Garnacha, Mazuelo og Graciano og hinar hvítu Viura og Verdejo.
Bækling með spennandi grilluppskriftum frá Grillmarkaðnum, sem henta mjög vel með vínum frá Rioja, má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola.
Vertu velkomin/n á Rioja daga í Vínbúðunum!
31.05.2013
Frá því að Vínbúðin á Flúðum var opnuð í júní 2009 hefur viðskiptavinum fjölgað og salan aukist jafnt og þétt. Vínbúðin var í upphafi 100 tegunda Vínbúð, en vegna fjölda viðskiptavina og mikillar sölu þá hefur verið ákveðið að fjölga tegundum um helming og auka opnunartímann frá 1. júní n.k.
Vínbúðin er áfram til húsa að Akurgerði 4, Flúðum. Breyttur opnunartími er....
17.05.2013
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur í samræmi við tilmæli velferðarráðuneytisins og markmið tóbaksvarnarlaga nr. 6/2002 og laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, um að draga úr skaðlegum áhrifum tóbaksneyslu, vernda ungt fólk gegn neyslu tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum, ákveðið að taka að svo stöddu ekki til sölu tóbaksvörur sem hafa einkennandi lyktar- eða bragðefni, önnur en þau sem þegar er hefð fyrir sölu á hérlendis. Tilefnið er aukin tilhneiging tóbaksiðnaðarins til að höfða til nýrra...
08.04.2013
Vínbúðirnar/ÁTVR hafa sett af stað nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: 'Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð'. Markmiðið er að stuðla að minni notkun neftóbaks á meðal ungs fólks í samræmi við markmið laga og stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.
Auglýsingunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóks og minna ungt fólk á að munntóbak er skaðlegt ekki síður en ógeðslegt. Í auglýsingunni er munntóbaki líkt við rusl til að vekja athygli á því að engum myndi detta í hug að hafa það langtímum saman í munninum....
04.04.2013
Sala áfengis er 4,4% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þessa aukningu má líklega að mestu skýra með því að í ár eru páskar í mars en þeir voru í apríl í fyrra. Sama skýring á við þegar sala marsmánaðar er skoðuð en í ár seldust 12,2% fleiri lítrar en í fyrra...
02.04.2013
Hagnaður ÁTVR á árinu 2012 var 1.340 milljónir króna. Á árinu jókst sala áfengis í fyrsta sinn frá árinu 2008. Salan jókst um 0,54% í lítrum talið á milli áranna 2011 og 2012.
Almennt var samdráttur í sölu tóbaks á árinu 2012, að reyktóbaki undanskildu en þar er aukning um 12%. Sala neftóbaks dróst saman um 4,9% og sala á vindlingum (sígarettum) um tæp 3%...
27.03.2013
Opið verður til 19 í kvöld í Vínbúðunum á höfuðborgarsvæðinu, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni þar sem opið verður til klukkan 20. Lokað verður í öllum Vínbúðum á Skírdag og Föstudaginn langa, en hefðbundinn opnunartími verður laugardaginn 30. mars.
Gleðilega páska!
26.03.2013
Vínbúðin Grundarfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Grundargötu 38. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð.
Kári Gunnarsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri Vínbúðarinnar og verður opnunartíminn sá sami út maí, þ.e. 17-18 mánudaga til fimmtudaga og 14-18 á föstudögum, en þann 1. júní tekur sumaropnunartíminn við og verður þá opið frá 16-18 mánudaga til fimmtudaga og 13-18 á föstudögum.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn!
11.03.2013
Nýtt og vorlegt Vínblað er nú komið út. Í blaðinu er umfjöllun um Suður-Frakkland og þá miklu matar- og vínmenningu sem þar blómstrar, uppskriftir af suður-frönskum réttum frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant, farið er yfir vinsælustu drykkina árið 2012, vínráðgjafarnir velja vín með páskalambinu, umfjöllun um freyðivín og helstu fréttir úr vínheiminum.
Vínblaðið má nálgast frítt í næstu Vínbúð og einnig má fletta í gegnum það hér á vefnum. Njótið vel!
01.03.2013
Í mars eru þemadagar í Vínbúðunum og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að Suður-Frakklandi og þeim frábæru vínum sem þaðan koma.
Í Vínbúðum og hér á vefnum má nálgast fallegan bækling með lista yfir þemavínin, fróðleik um Suður-Frakkland og girnilegar uppskriftir frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant.
Bon appétit!