Fréttir
09.09.2013
Sala áfengis jókst um 0,1% fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,6% og ávaxtavínum (síderum) um 90,3% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1,3%, lagerbjór um 1,6% og ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4%...
28.08.2013
Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Til að fylgja stefnumörkuninni eftir er lögð áhersla á margnota umbúðir. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Á síðasta ári seldust rúmlega 15 þúsund margnota burðarpokar. Á síðasta ári seldu Vínbúðirnar 1.873 þúsund plastpoka, eða tæplega 6 poka á hvern landsmann...
07.08.2013
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 727 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 713 þúsund lítrar. 2% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á tímabilinu en í fyrra eða rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir á móti tæplega 126 þúsund viðskiptavinum í fyrra...
06.08.2013
Aukning var 0,1% í sölu áfengis fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni um 2,9% og ávaxtavínum (síderum) um 105,6% miðað við árið áður...
30.07.2013
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu rúmlega 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku. Alls seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í fyrra. Til samanburðar komu 95 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna 16. – 21. júlí og þá seldust 430 þúsund lítrar af áfengi...
03.07.2013
Samdráttur var 1,4% í sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni á tímabilinu um 1,7% en sala á hvítvíni dróst saman um 2,5%...
28.06.2013
Vínbúðin Patreksfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Þórsgötu 8. Á sama tíma breyttist opnunartími en í júní-ágúst er opið mánudaga til fimmtudaga 14-18, föstudaga 14-19 og laugardaga 11-14.
25.06.2013
ÁTVR hefur hlotið Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið...
12.06.2013
Nú er sumarlegt og spennandi Vínblað komið í Vínbúðirnar. Meðal efnis að þessu sinni eru girnilegar grilluppskriftir frá Grillmarkaðnum, mikill fróðleikur um Rioja héraðið á Spáni, en í júní og júlí eru einmitt Rioja þemadagar í Vínbúðunum, ljúffengir sumarkokteilar, grein um rósavín, umfjöllun um nýja herferð gegn munntóbaksneyslu ungmenna, auk þess sem þrír vínráðgjafar velja vín með spennandi lúðurétti. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum og einnig er hægt að fletta því hér á vefnum.
Njótið vel!
06.06.2013
Sala áfengis jókst um 1,5% lítra fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki tæp 96% á milli ára...