Fréttir
10.12.2013
Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna skemmtilega grein um freyðivín, sem eru afar vinsæl þegar gera á sér glaðan dag eða fagna saman. Einnig er að finna vandaða grein um koníakið sem mörgum þykir ómissandi á þessum árstíma, auk girnilegra freyðivínskokteila. Jólabjórnum og uppruna hans eru gerð góð skil og sagt frá metnaðarfullu starfi Vínskóla Vínbúðanna.
Vínblaðið er hægt að nálgast frítt í öllum Vínbúðum, auk þess sem það er birt hér á síðunni. Njótið vel!
09.12.2013
Sala áfengis jókst um 0,7% í lítrum fyrstu ellefu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,1%, ávaxtavína (sídera) um 77% og sala á öli jókst um 35,7% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1%, ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4% og lagerbjórs um 0,6%. Frá 15. – 30. nóvember seldust 307 þús. lítrar af jólabjór en á sama tímabili í fyrra seldust 267 þús. Aukning á milli ára er því rúmlega 15%...
25.11.2013
Jólabjórinn hefur nú verið í sölu í Vínbúðunum síðan 15.nóvember, en 211 þúsund lítrar seldust fyrstu tvær söluvikur jólabjórsins í ár. Á sama tíma í fyrra seldust 196 þúsund lítrar. Aukningin er því 7,6% á milli ára.
Söluhæstu tegundirnar eru Tuborg Christmas Brew með um 90 þúsund lítra eða 43% af heildarsölunni, Víking Jólabjór með 36 þúsund lítra eða 17% af heildarsölunni og...
15.11.2013
Sala á jólabjórnum er hafin í Vínbúðunum, en alls eru 25 tegundir í boði þetta árið, bæði nýjar og gamlar. Fjórtán íslenskar tegundir í þessum hópi, en Danir koma þar fast á eftir. Einnig eru á listanum tegundir frá Belgíu, Bandaríkjunum og Bretlandi..
05.11.2013
Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast föstudaginn 15. nóvember.
Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.
25.10.2013
Undirritaður hefur verið verksamningur milli ÁTVR og Byggingarfélagsins Hyrnu ehf, sem mun reisa viðbyggingu við Vínbúðina á Akureyri. Um er að ræða verksamning sem byggir á tilboði Hyrnu, frá desember 2010, í þetta verk, en þar með lýkur endurbótum á Vínbúðinni.
22.10.2013
Ný og glæsileg Vínbúð opnar aftur í Stekkjarbakka á morgun, miðvikudaginn 23.október. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á búðinni, hún stækkuð töluvert og stór kælir kominn fyrir bjórinn. Búðin er nú öll bjartari og skemmtilegri auk þess sem aðstaða starfsmanna hefur verið bætt til muna.
Opnunartíminn er sá sami og áður, mánudaga til fimmtudaga 11-18, föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í breytta og bætta Vínbúð í Stekkjarbakka.
16.10.2013
ÁTVR hefur skrifað undir leigusamning á húsnæði fyrir nýja Vínbúð að Helluhrauni 16 – 18 í Hafnarfirði. Áformað er að opna Vínbúðina í mars á næsta ári og loka núverandi Vínbúð sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Firði frá sama tíma. Vöruvalið verður stóraukið og munu viðskiptavinir geta valið úr öllu vöruúrvalinu sem ÁTVR býður upp á. Vínbúðin í Hafnarfirði verður þar með fjórða Vínbúðin sem hefur allt vöruvalið til sölu, hinar eru Heiðrún, Kringlan og Skútuvogur. Húsnæði Vínbúðarinnar stækkar verulega, komið verður upp rúmgóðum kæli fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini bætt.
Nýja Vínbúðin liggur vel við umferð og næg bílastæði eru til staðar. Opnunartími verður sá sami og verið hefur í Hafnarfirði, þ.e. mánudaga – fimmtudaga 11 – 18, föstudaga 11 – 19 og laugardaga 11 – 18.
07.10.2013
Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Stekkjarbakka sem munu standa til 22. október og verður Vínbúðin lokuð á meðan á framkvæmdum stendur.
Viðskiptavinum er bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Dalvegi, Vínbúðina Smáralind og Heiðrúnu.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð þann 23. október.
11.09.2013
Í september tölublaði Vínblaðsins má nálgast fróðleik af ýmsu tagi. Páll vínráðgjafi fer með okkur í ferðalag til Bourgogne í Frakklandi og deilir með okkur skemmtilegum og áhugaverðum fróðleik um þetta mikla vínhérað. Gissur vínráðgjafi flytur okkur fréttir úr vínheiminum, Júlíus vínráðgjafi deilir með okkur spennandi vín- og matarupplifun og einnig sígildri uppskrift að Boeuf Bourguignon sem tilvalið er að elda í haustveðrinu auk þess sem finna má umfjöllun um gyllta glasið og grein um fjölbreytni bjórs og framleiðslu hans. Frítt eintak af Vínblaðinu má nálgast í öllum Vínbúðum. Njótið vel!