Fréttir
05.03.2014
Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls verða sjö tegundir í sölu þetta árið.
Sala á Páskabjór hefst í dag, Öskudag (5. mars) og stendur til loka Dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir Páska. Síðasti söludagur er því laugardagurinn 19. apríl...
28.02.2014
Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þar sem ekki var marktækur munur á mælingu tveggja efstu fyrirtækjanna deila Vínbúðin og Nova saman efsta sætinu, en Vínbúðin fékk einkunnina 74,1 og Nova 72,6.
Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina ...
27.02.2014
Nú fer páskabjórinn að detta í hús en hann kemur þann 5. mars í Vínbúðir. Alls verða sjö tegundir af páskabjór í sölu þetta árið en þær eru; Víking páskabjór, Páskakaldi frá Bruggsmiðjunni, Víking Páska Bock, Páskagull frá Ölgerðinni, Gæðingur páskabjór, Jesús nr. 24 frá Borg og Þari páskabjór frá Brugghús Steðja.
Páskabjórinn verður í sölu fram til 19. apríl. Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni með því að haka við táknið Tímabundið í sölu. Þannig er hægt að sjá í hvaða Vínbúðum varan fæst.
27.01.2014
Sala á þorrabjór hófst á bóndadaginn. Sala fyrstu helgina þ.e. föstudag og laugardag var um 23 þús. lítrar sem er talvert meira en árið 2013 þegar salan fyrstu tvo söludagana var 15,7 þús. lítrar. Söluaukningin þessa tvo fyrstu daga er því 45%. Í ár eru átta tegundir í boði en í fyrra voru þær fimm. Það er hugsanlega hluti skýringarinnar á þessari miklu söluaukningu. Mest var selt af Þorrakalda eða 8,7 þús. lítrar.
Heildarsala þorrabjórs í fyrra var 30,6 þús. lítrar og seldist tæpur helmingur heildarmagnsins fyrstu söluhelgina.
24.01.2014
Þorrabjórinn hefst í sölu í Vínbúðum í dag, bóndadag. 8 tegundir verða í boði, Einiberja Bock, Gæðingur, Kvasir nr. 22, Þorragull, Surtur, Þorrakaldi, Þorraþræll og Hvalur sem nýlega fékk söluleyfi.
Hægt er að sjá tegundirnar með því að haka við táknið „tímabundin sala“ í vöruleitinni, eða smella. Með því að smella á vöruna fást nánari upplýsingar um hana og meðal annars hægt að sjá í hvaða Vínbúðum varan er til.
Sölu þorrabjórsins lýkur á konudaginn 23.febrúar.
03.01.2014
Sala á jólabjór jókst um 7,5% á milli ára. Í ár voru seldir 616 þús. lítrar tímabilið 15. nóv. – 31. des. en á sama tímabili árið 2012 seldust 573 þús. lítrar.
Alls voru seldir 18.653 þús. lítrar af áfengi á árinu 2013 sem er 0,6% aukning frá fyrra ári. Mest var selt af lagerbjór eða rúmlega 14 milljón lítrar...
02.01.2014
Talning verður í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni. Vínbúðirnar Dalvegi, Kringlu, Skeifunni, Skútuvogi og Heiðrún eru lokaðar allan daginn, en aðrar búðir opna að talningu lokinni kl. 16 og eru opnar til kl. 18.
30.12.2013
Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU til klukkan 20 mánudaginn 30.desember og frá klukkan 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum miðvikudaginn 1. janúar..
Talning verður í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni.
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!
27.12.2013
Dagana 17. til 24. desember seldust 715,8 þúsund lítrar af áfengi en á sama tíma í fyrra seldust 680 þúsund lítrar. Er aukningin því 5,3% á milli ára. Munar mestu í sölu á bjór en sala á bjór jókst á milli tímabila um 7,5%. Samdráttur var í sölu á sterku áfengi um 2% en sala í léttum vínum var svipuð á milli ára...
23.12.2013
Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá 10-22 á þorláksmessu og 10-13 á aðfangadag. Lokað er 25. og 26.desember en hefðbundin opnun er föstudag og laugardag (27. og 28.des).
Mánudaginn 30.desember er opið 11-20 (nema Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi, sem opna 10) og frá klukkan 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar. Upplýsingar um opnunartíma á landsbyggðinni má sjá...