Fréttir
26.05.2014
Vínbúðin Hveragerði hefur nú flutt í nýtt og stærra húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Með flutningi Vínbúðarinnar hefur aðstaða fyrir viðskiptavini batnað til muna auk þess sem aðstaða starfsfólks hefur verið stórbætt. Nýja húsnæðið er töluvert stærra en þar sem Vínbúðin var áður staðsett.
Við óskum Hvergerðingum til hamingju með glæsilega Vínbúð.
14.05.2014
Ársskýrsla ÁTVR 2013 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks.
Hagnaður fyrirtækisins nam 1.304 m. kr. árið 2013 í samanburði við 1.340 m. kr. árið 2012. Rekstrartekjur ársins vou 27,4 milljarðar kr. Tekjur af sölu áfengis voru 18.202 m. kr. og hækkuðu um 2% milli ára. Tekjur af sölu tóbaks jukust um 5,1% á milli áranna 2012 og 2013 og voru 9.133 m. kr.
08.05.2014
Sala áfengis jókst um 3% í lítrum fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 1,3% og hvítvíni um 2,1%.
30.04.2014
Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum og í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum eins og fiskur, kjúklingur og eftirréttir. Með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum. Sumarið er tíminn! Nú er kjörið að finna uppskrift af dýrindis sumarsalati eða safaríkri steik til að setja á grillið.
Njótið vel!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
30.04.2014
Fimmtudaginn 1.maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, verður lokað í öllum Vínbúðum.
Föstudaginn 2.maí verður opið skv. venju.
25.04.2014
Nú er hægt að sjá birgðastöðu vara hér á vinbudin.is. Bæði er hægt að skoða birgðastöðu einstaka vöru (úr vöruspjaldi) og einnig vörulista hverrar Vínbúðar.
Undanfarna mánuði hafa margar ábendingar og óskir borist frá viðskiptavinum og starfsfólki um þessa nýjung og gaman að geta orðið við henni.
23.04.2014
Lokað verður í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl. Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18 miðvikudaginn 23.apríl, nema á Dalvegi, í Skútuvogi og í Skeifu þar sem opið er til kl. 20. Hefðbundin opnun er föstudaginn 25.apríl.
23.04.2014
Alls komu 37.536 viðskiptavinir í Vínbúðirnar miðvikudaginn fyrir páska. Það eru 8,2% færri en komu sama dag fyrir ári.
Miðvikudagurinn fyrir páska er einn stærsti söludagur ársins í Vínbúðunum en mikil sala er í allri Dymbilvikunni. Frá mánudegi til laugardags komu 86.410 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, þrátt fyrir að lokað væri fimmtudag og föstudag...
22.04.2014
Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna.
11.04.2014
Miðvikudaginn fyrir Páska, 16.apríl verða Vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður opið til 19 og til kl. 20 á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni. Lokað verður í öllum Vínbúðum á Skírdag og Föstudaginn langa, en hefðbundinn opnunartími verður laugardaginn 30. mars.
Skoða má opnunartíma allra Vínbúða yfir hátíðina >HÉR. Gleðilega páska!