Fréttir
17.10.2014
Í tilefni af hugleiðingu Pawels Bartoszek í Fréttablaðinu laugardaginn 11. október, meðal annars um uppröðun og staðsetningu vöru í Vínbúðum, vill ÁTVR benda á að við veitum fúslega upplýsingar um hvaða reglur gilda um uppröðun og staðsetningu vöru.
Hjá ÁTVR gilda skýrar verklagsreglur varðandi uppröðun og staðsetningu á vörum í Vínbúðum og eru þær birtar birgjum á sérstöku vefsvæði. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði og hlutleysi í framsetningu vöru. Í meginatriðum er yfirflokkum raðað saman, til dæmis léttvínum, bjór o.s.frv. Við uppröðun ...
08.10.2014
Sala áfengis jókst um 6% í lítrum í september í samanburði við árið í fyrra. Í einstaka vöruflokkum er söluaukning í öllum helstu söluflokkum.
Sala áfengis hefur aukist um 3% það sem af er ári þ.e. janúar – september í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur er í sölu á rauðvíni og hvítvíni. Sala á lagerbjór jókst um 2,9% en um 14% aukning er í sölu á ávaxtavínum og blönduðum drykkjum...
06.10.2014
Allur bjór er flokkaður í 6 bjórflokka, sem hver hefur sín einkenni og fróðlegt er að sjá og kynnast hvaða tegundir falla undir sama flokk. Með hverjum flokki eru lýsandi matartákn sem gefa til kynna með hvaða mat bjórinn hentar, þó það sé svo að sjálfsögðu smekksatriði hjá hverjum og einum. Bjórflokkana er hægt að skoða hér á vinbudin.is og einnig í Vínbúðunum.
Gefinn hefur verið út bæklingur með skemmtilegum uppskriftum frá veitingastaðnum Kol, en uppskriftirnar einkennast af einfaldleika með klassískum undirtóni og því um að gera að láta á hæfileikana reyna í eldhúsinu.
03.10.2014
Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Um þessar mundir erum við að bæta við vöruúrvalið okkar og um er að ræða rauðan, margnota burðarpoka. Pokinn er úr þunnu og afar léttu efni sem hrindir frá sér vatni.
02.10.2014
Vínbúðin Dalvík hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar, en lokað var sl. þrjá daga á meðan mestu framkvæmdirnar stóðu yfir. Verslunarrýmið er nú bjartara og mun stærra, en markmiðið með þessum breytingum er auðvitað að auka þægindi viðskiptavina sem og starfsfólks.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð.
29.09.2014
Verið er að vinna miklar endurbætur á Vínbúðinni Dalvík og verður hún lokuð í þrjá daga, mánudaginn 29.september til miðvikudagsins 1.október. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 2.október. Opnunartíminn verður sá sami og áður, eða mánudaga til fimmtudaga 14-18 og föstudaga 12-19 yfir vetrartímann.
Við biðjum viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þetta rask kann að valda, en bjóðum alla velkomna í endurbætta Vínbúð fimmtudaginn 2.október.
12.09.2014
Í dag, föstudaginn 12.september munu flestar verslanir og þjónustuaðilar í Stykkishólmi hætta með plastpoka á sínum snærum. Vínbúðin Stykkishólmi tekur að sjálfsögðu þátt í átakinu og mun leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum margnota poka. Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar og er þetta átak mjög í þeim anda.
Í dag stendur yfir hátíð í Stykkishólmi þar sem vistvænar leiðir eru kynntar...
09.09.2014
Sala áfengis jókst um 2,7% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 3,3% og léttvíni um 1,2% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,3%.
08.09.2014
Glænýtt Vínblað er komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Bjór er ekki bara bjór, en áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þar fer hann yfir helstu eiginleika bjórs og helsta hráefni. Þá er að finna í blaðinu grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem birtist fyrst í Vínblaðinu fyrir 10 árum og ber heitið Stiklur um bjórsögunni. Greinin er úr bók Hallgerðar, Íslensk matarhefð sem var gefin út árið 1999. Í blaðinu er farið í helstu flokka bjórs, Júlíus vínráðgjafi gefur ..
26.08.2014
Helgin 22. - 23.ágúst var hefðbundin í fjölda viðskiptavina. Ekki varð vart við aukningu vegna viðburða í kringum Menningarnótt í Reykjavík. Um 5% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu um síðastliðna helgi en helgina þar á undan, 32.600 á móti 31.400.
Fjöldi viðskiptavina sem kom í Vínbúðirnar var einnig svipaður og sömu helgi fyrir ári, en þá heimsóttu um 32.000 viðskiptavinir Vínbúðirnar á ..