Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Innköllun á To Öl Snuble Juice

19.05.2023

Viðskiptavinir athugið innköllun á bjórnum To Öl Snuble Juice Session India Pale Ale, vnr. 27510. Samkvækmt beiðni frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur bjórinn verið innkallaður þar sem hann er seldur sem glútenfrír, en er það ekki. Varan er að öðru leyti örugg þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni..

Takmörkuð virkni vegna netárása

17.05.2023

Í dag hafa staðið yfir umfangsmiklar álagsárásir á íslenskar vefsíður sem m.a. hefur haft áhrif á vefi Vinbúðarinnar. Unnið er að viðgerð með von um að þeir komist í lag sem fyrst.

Lokað á uppstigningardag

11.05.2023

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 18 maí. Miðvikudaginn 17. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða*. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu, Skútuvogi og Álfrúnu þar sem opið er frá 10-20..

Sumarvörur

03.05.2023

Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt áhuga viðskiptavina Vínbúðanna og þeirra beðið með mikilli tilhlökkun. Nú er tímabilið fyrir sumarvörur hafið og stendur til 31. ágúst. Tæplega 80 sumarvörur eru væntanlegar í ár yfir tímabilið og spilar sumarbjórinn þar langstærsta hlutverkið, en einstaka gosblöndu og mjöð má þó finna inn á milli. Gleðilegt sumar!

Lokað í Vínbúðunum 1. maí

25.04.2023

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í öllum Vínbúðum á verkalýðsdaginn, mánudaginn 1. maí, sem er lögboðinn frídagur á Íslandi. Hægt er að kynna sér opnunartímannhér áður en lagt er af stað.

Lokað sumardaginn fyrsta

17.04.2023

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Miðvikudaginn 19. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Grænu skrefin í öllum Vínbúðum

16.03.2023

Vínbúðirnar hafa nú í mörg ár verið þátttakendur í Grænum skrefum í Ríkisrekstri, en í maí 2018 voru allar starfsstöðvar komnar með öll fimm skrefin. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Vínbúðirnar vinna einnig eftir virkri umhverfis- og loftlagsstefnu þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum.

Páskabjórinn komin í sölu

02.03.2023

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 35 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 8. apríl. Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja, en í vöruleitinni er hægt að skoða hvað er í boði á hverjum tíma og í hvaða Vínbúðum varan fæst. Sam­kvæmt yf­ir­liti frá Vín­búðunum eru 30 af þess­um bjór­um ís­lensk­ir en þrír er­lend­ir.

Vínbúðirnar fyrirmyndarstofnun 2022

17.02.2023

Niðurstaða í Stofnun ársins 2022 var kynnt í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, og hlutu Vínbúðirnar titilinn fyrirmyndarstofnun ársins 2022. Titilinn hljóta fyrirtæki og stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna. Könnunin náði til tæplega 40.000 starfsmanna á opinberum vinnumarkaði. Stærðarflokkarnir eru þrír og er Vínbúðin í flokki þeirra sem eru með 90 eða fleiri starfsmenn.

Fleiri nýir afhendingarstaðir

27.01.2023

Vínbúðirnar hafa nú samið við þrjá nýja afhendingarstaði fyrir Vefbúðina, en í desember sl. opnaði fyrsti afhendingarstaður ÁTVR í Hrísey og annar í Borgarfirði Eystri nú í janúar. Nú eru það Gunnubúð á Raufarhöfn, sem opnar í dag 31. janúar, og næstu daga opnar einnig fyrir afhendingu úr Vefbúðinni hjá Jónsabúð í Grenivík og Búðinni í Grímsey.