Fréttir
21.04.2015
Miðvikudaginn 22. apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða, en lokað er í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl.
14.04.2015
Sala áfengis jókst um tæp 3% í lítrum það sem af er ári þ.e. janúar – mars í samanburði við árið 2014. Hafa ber í huga að samanburðurinn er ekki alveg marktækur þar sem páskarnir voru um miðjan apríl í fyrra en í byrjun apríl í ár og sala páskavikunnar kemur að hluta inn í sölutölur marsmánaðar í ár.
07.04.2015
Síðustu daga hefur verið talsvert fjallað um aðgengi fatlaðra að þjónustu á landsbyggðinni í tengslum við ferð Brands Bjarnasonar Karlssonar um landið. Ánægjulegt er að sjá að almennt eru ekki gerðar athugasemdir við aðgengi fatlaðra að Vínbúðum en hins vegar er ástæða til að gera athugasemdir við tvenn ummæli sem höfð eru eftir Brandi eftir umrædda ferð...
07.04.2015
Opnað var í Vínbúðinni Hólmavík þriðjudaginn 31. mars. Um merkt tímamót er að ræða hjá Vínbúðunum en nýja búðin er sjálfsafgreiðslubúð en ekki afgreitt yfir borðið eins og verið hefur fram að þessu. Með opnuninni eru því allar Vínbúðirnar sjálfsafgreiðslubúðir.
30.03.2015
Miðvikudaginn fyrir páska, þann 1. apríl, verða Vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður opið til klukkan 19 og til klukkan 20 á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni.
14.03.2015
Búið er að opna allar Vínbúðir eftir ofsaveður sem gekk yfir landið í morgun.
14.03.2015
Vegna veðurs verður því miður ekki hægt að opna allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar á tilsettum tíma. Opnað verður um leið og veður gengur niður og samgöngur komast í eðlilegt horf. Best er að hringja í viðkomandi Vínbúðir til að tryggja að náðst hafi að opna hana áður en lagt er af stað.
13.03.2015
Nýtt Vínblað er komið út en blaðið er fyrsta tölublað ársins. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Súkkulaði og rauðvín, súperfæði. Þar fjallar Páll um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við val á rauðvíni með súkkulaði.
26.02.2015
Vínbúðin á Blönduósi opnar í dag, fimmtudag, í nýju og glæsilegu húsnæði að Húnabraut 5 (við hlið Arionbanka). Á sama tíma hefur gömlu búðinni á Aðalgötunni verið lokað, en Vínbúðin hefur verið starfrækt þar frá árinu 1994, þegar Vínbúð fyrst opnuð á Blönduósi.
18.02.2015
Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls eru 10 tegundir komnar í sölu, en fleiri eru væntanlegar.
Sala á Páskabjór hefst á Öskudag (18.febrúar) og stendur til loka Dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir Páska. Síðasti söludagur er því laugardagurinn 4. apríl.