Fréttir

Opið 19.júní í öllum Vínbúðum

19.06.2015

Til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna! Allar Vínbúðir verða opnar í dag samkvæmt venju. Við bjóðum viðskiptavini velkomna á þessum merkisdegi í íslenskri sögu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvaddi sér hljóðs fyrst íslenskra kvenna á opinberum vettvangi og átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Því prýðir andlit hennar þessa frétt.

Öflugt skilríkjaeftirlit

11.06.2015

Á vef Grindarvíkurbæjar má sjá niðurstöðu könnunar sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum framkvæmdi nýverið. Ungmenni á aldrinum 17-18 ára voru send til að athuga hvort þau fengju afgreiðslu í Vínbúðunum Grindavík og Reykjanesbæ.

Vínblaðið komið út

10.06.2015

Nú er splunkunýtt Vínblað komið í hillur Vínbúðanna þar sem áhugasamir geta nálgast það sér að kostnaðarlausu. Í blaðinu er að þessu sinni lögð áhersla á lífræn vín og sanngjarna framleiðslu því í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem þau vín eru í hávegum höfð.

Lífrænir dagar í Vínbúðunum

03.06.2015

Í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem lífræn vín verða í hávegum höfð. Vaxandi áhersla á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd hefur haft það í för með sér að vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum og hefur úrval þeirra aldrei verið meira í Vínbúðunum.

Innköllun hjá Distell

01.06.2015

Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Tegundirnar hafa báðar verið teknar tímabundið úr sölu hjá Vínbúðunum. Um er að fæða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14.

ÁTVR hafnar alfarið niðurstöðum Clever Data

15.05.2015

Að gefnu tilefni vegna umræðu sem orðið hefur i kjölfar skýrslu Clever data er rétt að eftirfarandi komi fram. Skýrslan er á engan hátt unnin fyrir ÁTVR eða í samvinnu við ÁTVR. Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið.

Opið lengur á miðvikudaginn

12.05.2015

Miðvikudaginn 13. maí verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Lokað er í Vínbúðum á Uppstigningardag, fimmtudaginn 14. maí.

Vöruleitin hjá Vínbúðunum

04.05.2015

Í nýjasta tölublaði Vínblaðsins, en Vínblaðið er gefið út fjórum sinnum á ári og má nálgast frítt í öllum Vínbúðum, má lesa grein eftir Pál Sigurðsson, vínráðgjafa, þar sem hann fjallar um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við valið.

Opið lengur á fimmtudaginn

28.04.2015

Fimmtudaginn 30. apríl verður opið í Vínbúðunum um land allt eins og um föstudag sé að ræða. Lokað verður á verkalýðsdaginn, föstudaginn 1. maí.

Úrval umhverfisvænna poka

24.04.2015

Vínbúðirnar bjóða upp á nokkrar tegundir af umhverfisvænum pokum enda kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Samfélagsábyrgð skiptir Vínbúðirnar miklu máli og höfum við stolt tekið þátt í umhverfisábyrgð meðal annars með því að stuðla að því að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum.