Fréttir

Haust í Vínblaðinu

29.09.2015

Í septembertölublaði Vínblaðsins ræður haustið ríkjum. Þar má finna grein um rabarbara með uppskrift af rabarbaramauki og rabarbara og basilkokteil og eins ljúffenga uppskrift af sólberjalíkjör. Þar er einnig fróðleg umfjöllun um IPA bjórstílinn sem er afar vinsæll nú um stundir. Páll vínráðgjafi kennir okkur síðan undirstöðuatriðin í vínsmökkun sem gaman er að prófa í góðra vina hópi. Að venju má einnig finna fréttir úr vínheiminum, árgangatöflu og vöruskrá Vínbúðanna í Vínblaðinu. Njótið vel!

Vínbúðunum veitt Hjólaskálin

25.09.2015

Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna veittu nýverið Vínbúðunum Hjólaskálina, en hún er veitt þeim sem hlúð hafa vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar sem almennan ferðamáta.

ÁTVR fær samgönguviðurkenningu

18.09.2015

Dagur B. Eggertson borgarstjóri afhenti samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 17.september. ÁTVR fékk viðurkenningu fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna, en Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu í tengslum við evrópska samgönguviku.

Hollar uppskriftir

03.09.2015

Í september hafa margir kosið að leggja áherslu á heilsuna og sneyða að mestu hjá sykri. Hér á heimasíðu Vínbúðanna má finna úrval af spennandi uppskriftum af hollum og girnilegum réttum sem tilvalið er að prófa í september. Njótið vel!

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

05.08.2015

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,8% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 719 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 725 þúsund lítrar.

Verslunarmannahelgin

29.07.2015

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra

Velkomin á nýjan vef!

08.07.2015

Nú er kominn í loftið splunkunýr vefur Vínbúðanna, vinbudin.is. Vefurinn var hannaður með það fyrir augum að vera notendavænn og skilvirkur fyrir viðskiptavini.

Salan janúar til júní

02.07.2015

Sala áfengis er 1,7% meiri í lítrum talið í júní í samanburði við júní í fyrra. Það sem af er ári þ.e. tímabilið janúar – júní er salan tæplega 1% meiri í samanburði við árið 2015.

Fimm græn skref í einu

29.06.2015

Höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi hlutu í dag viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun

Lífræn vín

24.06.2015

Vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum í kjölfar vaxandi áherslu á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd. Úrval lífrænna vína hefur aldrei verið meira í Vínbúðunum og í júní og júli er sérstök áhersla lögð á þessi vín á margvíslegan hátt. Þá standa yfir þemadagar þar sem vín er framleidd eru á lífrænan og sanngjarnan hátt eru í hávegum höfð.