Fréttir

ÁTVR hlýtur Kuðunginn

25.04.2016

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti ÁTVR í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Síðasta Vínblaðið

17.03.2016

Síðasta tölublað Vínblaðsins er nú komið út, en það hefur verið gefið út fjórum sinnum á ári frá því 2003. Viðskiptavinir sækja í auknum mæli upplýsingar og efni á vefinn og er ákvörðunin um að hætta útgáfunni í samræmi við það.

Endurbætur á Akranesi

22.02.2016

Vínbúðin Akranesi var opnuð 17. febrúar eftir gagngerar endurbætur. Lagfæringar og breytingar voru gerðar á öllu húsnæðinu auk þess sem ný kassaborð voru sett upp. Viðskiptavinir voru mjög jákvæðir meðan á framkvæmdum stóð þrátt fyrir mikið rask og er mikil ánægja með breytinguna. Búðin er nú sérlega björt og falleg auk þess sem öll vinnuaðstaða hefur verið bætt til muna. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í breytta og bætta Vínbúð á Akranesi.

ÁTVR með hæstu einkunn í Íslensku Ánægjuvoginni

11.02.2016

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskiptavinir gefa Vínbúðinni hæstu einkunn. Vínbúðin fékk einkunnina 73,8. Til samanburður var meðaltal allra fyrirtækja í mælingunni 63,0. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

09.02.2016

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls verða 11 tegundir í sölu þetta árið. Sala á Páskabjór hefst í dag Sprengidag

Vínbúðin tilnefnd

26.01.2016

Vinbudin.is hefur verið tilnefndur einn af fimm bestu opinberu vefum landsins.

ÁTVR endurvinnur plast

22.01.2016

ÁTVR og Oddi hafa tekið höndum saman í verkefni sem lýtur að endurvinnslu á notuðu plasti sem fellur til í starfsemi ÁTVR. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verkefnið er liður í því að minnka umhverfisfótspor, en bæði fyrirtækin skrifuðu nýverið undir yfirlýsingu um loftslagsmál ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum.

ÁTVR hefur greitt um 7 milljarða í ríkissjóð

20.01.2016

Vegna umræðu um rekstur og afkomu ÁTVR í fjölmiðlum vill ÁTVR taka fram að allt frá því að ÁTVR var komið á fót hefur verslunin verið rekin með hagnaði.

Þorrabjórinn

11.01.2016

Sölutímabil þorrabjórs hefst fimmtudaginn 21.janúar, en tímabilið stendur til 20.febrúar

Margnota pokar

05.01.2016

Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir valið að kaupa margnota poka sem hægt er að nota aftur og aftur í stað einnota plastpoka.