Fréttir
29.07.2016
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu um 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og alls seldust um 719 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu rúmlega 109 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í síðustu viku, þ.e. vikuna 18. - 23. júlí, og þá seldust um 504 þúsund lítrar af áfengi.
08.07.2016
Föroya bjór ehf. hefur, í samráði við Heilbirgðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, innkallað eina lotu af Green Islands Stout frá Föroya Bjór vegna aðskotahlutar sem fundist hefur í einni flösku af vörunni...
01.07.2016
Þrír fyrstu mánuðir þessa árs slógu öll hitamet með látum, segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin. Varar hún við því að loftslagið sé að „breytast með fordæmalausum hraða.“
16.06.2016
Lokað er í öllum Vínbúðum, föstudaginn 17.júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Fimmtudaginn 16.júní er opið eins og um föstudag sé að ræða.
15.06.2016
Vínbúðin Sauðárkróki hefur tekið stakkaskiptum, en unnið hefur verið hörðum höndum við endurbætur undanfarnar vikur
10.06.2016
Ársskýrsla ÁTVR 2015 er komin út, nú í fyrsta skipti á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks
22.05.2016
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016 voru kynntar ellefta árið í röð þann 12. maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki en auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.
12.05.2016
Sumarið er í hugum margra tími rósavínsins. Það er létt og ferskt og langbest borið fram kælt, sem er tilvalið á heitum sumardegi. Það hentar vel með grillmat og léttum sumar réttum, möguleikarnir á ljúffengri pörun með mat eru nánast endalausir.
11.05.2016
ÁTVR hlaut í síðustu viku Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC í annað sinn. Jafnlaunaúttektin hefur það markmið að greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.
04.05.2016
Miðvikudaginn 4.apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið til kl. 19, nema í Skútuvogi, Skeifu og á Dalvegi, en þar er opið til kl. 20.