Fréttir

Vínbúðin Flúðum í nýjan búning

18.01.2017

Nú hefur Vínbúðin á Flúðum tekið stakkaskiptum, en búðin var stækkuð töluvert. Vínbúðin er á sama stað og áður, en er nú í öllu húsinu. Miklar breytingar voru gerðar á búðinni og innréttingar endurnýjaðar ásamt gólfefni, lýsingu ofl.

Gleðilega hátíð!

30.12.2016

Föstudaginn 30. desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og frá 10-14 á gamlársdag. Opið verður samkvæmt venju mánudaginn 2.janúar.

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.

Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

Flutt innan Smáralindar

13.12.2016

Vínbúðin í Smáralind hefur nú flutt sig um set innan Smáralindar, en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á þeirri álmu sem Vínbúðin var áður í. Inngangurinn í álmuna var færður til og honum töluvert breytt og er nýja Vínbúðin vel staðsett hægra megin við þann inngang

Vínbúðin Smáralind lokuð vegna flutninga

12.12.2016

Vínbúðin Smáralind verður lokuð vegna flutninga í dag, mánudaginn 12. desember. Við opnum glæsilega Vínbúð í Smáralind 13. desember á öðrum stað við nýjan inngang á fyrstu hæð. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri Vínbúð.

Jólabjórinn 2016 kominn í sölu

15.11.2016

Nú er jólabjórinn kominn í Vínbúðirnar en hann vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag.

Jólabjórinn 2016

01.11.2016

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast þriðjudaginn 15. nóvember.

Kvennafrí

24.10.2016

Eftir kl. 14.38 getur verið skerðing á þjónustu hjá Vínbúðum víða um land vegna kvennafrís.

Gullvottun

23.09.2016

Hjólavottun vinnustaða er nýjung á Íslandi en viðurkenningar voru afhentar í fyrsta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 20.september.

Októberbjórinn 2016

16.09.2016

Salan á októberbjór hefst laugardaginn 17. september. Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.

Plastpokalausir Vestfirðir

02.08.2016

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa unnið saman að því verkefni að stuðla að plastpokalausu samfélagi, en stefnt að því að Vestfirðir verði að mestu burðarplastpokalausir árið 2017. Vínbúðirnar taka að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni með því að hvetja viðskiptavini til að velja fjölnota og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, en viðskiptavinir hafa val um að kaupa 3 gerðir af fjölnota pokum.