Fréttir
31.10.2017
Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá Vínbúðunum að ná að uppfylla Grænu skrefin og nú hafa allar Vínbúðir nema þrjár, auk skrifstofu og dreifingarmiðstöðvar, náð að uppfylla öll fimm skrefin.
16.10.2017
Mikil spenna er fyrir jólabjórnum á hverju ári og töluvert um fyrirspurnir um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jóladrykkjum hefst miðvikudaginn 15. nóvember. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 50 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, bjór-jóladagatal og fleira.
10.10.2017
Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum sem merktar eru BF 20.03.18 og með pökkunardag PD 20.09.17 og seldar voru í verslunum ÁTVR.
22.09.2017
Salan á októberbjór hefst föstudaginn 22. september og stendur til 31.október.
Hægt er að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst, en þetta árið eru 8 tegundir 'októberbjóra' í sölu.
24.08.2017
Við hækkum verð á plastpokunum okkar um 10 kr. sem renna óskiptar í Pokasjóð. Frá og með 1. september mun plastpokinn kosta 30 kr. Veljum fjölnota og stefnum að því að verða plastpokalaus!
10.08.2017
Það er ákaflega skemmtileg upplifun að njóta freyðivíns því þau henta við næstum öll tækifæri. Í ágúst leggjum við sérstaka áherslu á þessi ljúffengu vín og hafa vínráðgjafar okkar skrifað skemmtilegar greinar...
02.08.2017
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust um 762 þúsund lítrar af áfengi og um 135 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku.
14.07.2017
ÁTVR leggur sig fram um að vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að aldurstakmörk til áfengiskaupa séu virt og því er skilríkjaeftirlit mikilvægur þáttur í starfi Vínbúðanna. Þessa dagana er ný herferð að líta dagsins ljós, RÖÐIN. Markmið herferðarinnar er fyrst og fremst að vekja athygli á því að áfengiskaupaaldur er 20 ár og í herferðinni eru viðskiptavinir minntir á að starfsfólk okkar getur ekki giskað á aldur og því mikilvægt að koma með skilríki.
30.06.2017
Í júlí og ágúst verður áhersla lögð á að kynnast einkennum freyðivíns, en þessi spennandi vín eru framleidd með mismunandi aðferðum sem allar leiða þó að ákveðnu takmarki: að búa til freyðandi vín.
19.06.2017
í júní leggjum við áherslu á að fræðast um rósavín í Vínbúðunum. Rósavín er ekki bara bleikur drykkur í glasi, en þau geta verið jafn ólík og þau eru mörg.