Fréttir

Þorrabjórinn 2018

17.01.2018

Nú gengur þorrinn senn í garð og margir bíða því spenntir eftir að þorrabjórinn mæti í hillur Vínbúðanna, en sala á honum hefst fimmtudaginn 18.janúar.

Vaxandi áhugi hefur verið á árstíðabundnum bjórum undanfarið og alltaf spennandi að sjá hvað er á boðstólum hverju sinni.

Vínbúðin á Ísafirði flutt

11.01.2018

Vínbúðin á Ísafirði er nú flutt á nýjan stað að Suðurgötu 8 (í Hafnarhúsið). Viðskiptavinir ættu að upplifa töluverða breytingu þar sem búðin mjög rúmgóð, gott aðgengi er að búðinni og næg bílastæði..

Plastið kostar sitt!

09.01.2018

Frá og með 1. janúar 2018 hækkum við verð á plastpokum í Vínbúðunum og kostar pokinn nú 40 kr.

Lokað á gamlársdag!

28.12.2017

Föstudaginn 29.desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og laugardaginn 30. desember er opið frá 10-19 en vakin er athygli á því að lokað er á gamlársdag. Opið verður samkvæmt venju þriðjudaginn 2.janúar..

Meira úrval í Kringlunni

27.12.2017

Vínbúðin Kringlunni hefur meira úrval af vínum og sterku áfengi, en um 160 tegundir eru í boði þar sem ekki eru í sölu í öðrum Vínbúðum. Áherslan er einna helst á dýrari og fágætari tegundir..

Gleðilega hátíð

24.12.2017

Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og minnum á að allar Vínbúðir eru lokaðar á aðfangadag. Við opnum næst miðvikudaginn 27.desember..

Opnunartíma yfir hátíðirnar má sjá nánar hér. 

Opnunartími um hátíðirnar

05.12.2017

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

Ánægja með uppröðun í Garðabæ

24.11.2017

Ný Vínbúð hefur nú opnað í Kauptúni, Garðabæ, en Vínbúðin er staðsett á milli Costco og Bónus. Viðskiptavinir virðast ánægðir með uppröðun léttvína í búðinni sem er með nokkuð óhefðbundnu sniði ...

Vínbúðin opnar í Garðabæ

21.11.2017

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar nú í morgun var samþykkt að opna Vínbúð í Kauptúni. Vínbúðin mun því opna fimmtudaginn 23.nóvember kl. 11.00. Í Vínbúðinni Garðabæ er uppröðun með nokkuð óhefðbundnu sniði. Í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum verður léttvínum raðað ...

Jólabjórinn 2017 kominn í sölu

15.11.2017

Sala á jólabjór og öðrum jóladrykkjum er nú hafið. Í Vörulistanum má sjá lista yfir þær tegundir sem eru í sölu. Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en hægt er að nálgast flestar vörurnar í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.