Fréttir
04.04.2018
Vínnes ehf. hefur ákveðið að innkalla vörubirgðir Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851) .
03.04.2018
Vínbúðin Skútuvogi verður lokuð í apríl vegna breytinga. Búðin verður stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun verður á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ
19.03.2018
Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag og föstudaginn langa skv. venju og einnig verður lokað mánudaginn 2.apríl á annan í páskum. Aðra daga verður nokkuð hefðbundin opnun en hér fyrir neðan má sjá lista yfir opnunartíma, en..
09.03.2018
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel 28. febrúar sl. Stjórnunarverðlaun eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni.
05.03.2018
Búast má við truflunum í dag 6. mars á vinbudin.is, þá sérstaklega í vefverslun og á tóbakspantanasíðu, vegna uppfærslu á tölvukerfi .Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.
01.03.2018
Páskabjórinn hefur verið fastur liður í vöruvali hjá Vínbúðunum undanfarin ár líkt og jólabjór, þorrabjór og aðrar árstíðarbundnar vörur sem seldar eru í skamman tíma. Sölutímabil páskabjórsins þetta árið er 22.febrúar til 31.mars
19.02.2018
Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna og eru pantaðar beint frá innlendum birgjum. Í dag er að finna gott úrval af sérpöntuðum vörum í Vefbúðinni okkar á vinbudin.is og um að gera að kanna hvort varan sem þú leitar að sé að finna þar.
29.01.2018
Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni.
Starfsfólk okkar víðsvegar um landið er stolt af árangrinum og þakkar viðurkenninguna. Við erum staðráðin í að halda áfram að gera okkar besta í þjónustu og samfélagslegri ábyrgð.
24.01.2018
Vínbúðirnar hafa nú hætt dreifingu á brúnum einnota bréfpokum sem ætlaðir voru fyrir eina flösku. Framkvæmdin er liður í því að gera Vínbúðirnar enn umhverfisvænni, en við leggjum áherslu á að vera leiðandi í umhverfisábyrgð.
23.01.2018
Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en einnig er nú auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.