Fréttir
20.12.2018
Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2.janúar og opnar aftur föstudaginn 11.janúar.
06.12.2018
Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.
03.12.2018
ÁTVR hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og Festu vegna loftlagsmála. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd, Klappir Grænar lausnir, EFLA, IKEA og ÁTVR, en við val á sigurvegara er m.a. horft til mikilvægis nýsköpunar og árangurs við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
26.10.2018
Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hófst fimmtudaginn 15. nóvember í Vínbúðunum.
Áætlað er að í sölu verði um og yfir 60 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.
04.10.2018
Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en nú er einnig hægt að greiða með debetkorti.
07.09.2018
Hinir ólíku bjórstílar víðs vegar um heiminn eru ansi margir, en brugghús brugga bæði gamla stíla ásamt því að skapa nýstárleg tilbrigði við þekkt stef.
Smekkur hvers og eins ræður þó mestu og því er um að gera að prófa sig áfram við að kynnast hinum ævintýralega heimi bjórsins..
09.08.2018
Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur og þá getur veislureiknivélin komið að góðum notum. Útreikningurinn miðast við áralanga reynslu vínráðgjafa okkar, en niðurstöðurnar eru einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega, en margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa s.s. veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl..
30.07.2018
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Hefðbundinn opnunartími er dagana fyrir helgina, en lokað er á sunnudag og mánudag..
20.07.2018
Í morgun varð bilun í tölvukerfi ÁTVR sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum.
Nú kl. 11:40 vonum við að búið sé að koma í veg fyrir bilunina og því ættu allar Vínbúðir að geta afgreitt viðskiptavini þó að í einstaka tilfellum séu enn tafir.
Við biðjum viðskiptavini afsökunar á óþægindunum og þökkum þeim þolinmæðina.
25.06.2018
Áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist töluvert undanfarið og bjórtegundum hefur fjölgað í úrvali Vínbúðanna. Öðruvísi bjór flokkast sem allur annar bjór en ljós lager, sem er söluhæsti vöruflokkurinn í Vínbúðunum. Litlar bjórverksmiðjur hafa rutt sér til rúms bæði hérlendis og erlendis og hefur úrval íslenskra bjóra aukist verulega á undanförnum árum.