Fréttir

Vínbúðin Skútuvogi opnuð eftir breytingar

02.05.2018

Vínbúðin Skútuvogi hefur nú opnað að nýju eftir breytingar. Búðin hefur verið stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun er á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ, en í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum er léttvínum raðað eftir bragðeiginleikum sem gerir viðskiptavinum auðvelt að finna rétta vínið.

Lokað verður í öllum Vínbúðum 1. maí

30.04.2018

Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, þriðjudaginn 1. maí

Ekki er hægt að nálgast vörur á vefnum. Unnið er að viðgerð.

26.04.2018

Ekki er hægt að nálgast vörur á vefnum og vöruleitin virkar ekki. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

Ársskýrsla ÁTVR 2017

20.04.2018

Ársskýrsla ÁTVR er komin út. Ársskýrslan er eingöngu á rafrænu formi en hægt er að prenta út einstaka hluta hennar eða skýrsluna í heild.

Lokað sumardaginn fyrsta

16.04.2018

Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl. Miðvikudaginn 18. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Vínbúðin í Stykkishólmi lokar kl. 18.00 á miðvikudeginum 18. apríl.

Minna þekktar hvítar þrúgur

06.04.2018

Vissir þú að Chenin Blanc er mest ræktaða hvíta þrúgan í Suður Afríku, en þar gengur hún oft undir nafninu Steen? Þekkir þú Albarino þrúguna, en vínin sem úr henni eru gerð eru talin einhver bestu hvítu vín Íberíuskagans?

Innköllun vöru. Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851)

04.04.2018

Vínnes ehf. hefur ákveðið að innkalla vörubirgðir Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851) .

Vínbúðin Skútuvogi lokuð í apríl

03.04.2018

Vínbúðin Skútuvogi verður lokuð í apríl vegna breytinga. Búðin verður stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun verður á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ

Páskaopnun 2018

19.03.2018

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag og föstudaginn langa skv. venju og einnig verður lokað mánudaginn 2.apríl á annan í páskum. Aðra daga verður nokkuð hefðbundin opnun en hér fyrir neðan má sjá lista yfir opnunartíma, en..

Sigrún Ósk hlýtur stjórnunarverðlaun

09.03.2018

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel 28. febrúar sl. Stjórnunarverðlaun eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni.