Fréttir

Lokað 1.maí

30.04.2019

Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, miðvikudaginn 1. maí.

Opið verður lengur í Vínbúðum þriðjudaginn 30.apríl, eða eins og um föstudag sé að ræða.

Lokað sumardaginn fyrsta

23.04.2019

Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl. Miðvikudaginn 24. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður lokað í Vínbúðum miðvikudaginn 1.maí, en opið lengur 30.apríl eins og á föstudegi.

Páskaopnun 2019

17.04.2019

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum skv. venju. Einnig verður lokað sumardaginn fyrsta 25.apríl...

Ársskýrsla ÁTVR 2018

12.04.2019

Ársskýrsla ÁTVR 2018 er komin út, nú í fjórða sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.

Páskabjórinn 2019

15.03.2019

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 14 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 20.apríl.

Höfum opnað aftur í Skeifunni

14.03.2019

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Kælir hefur verið stækkaður til muna og búðarrýmið allt verið endurgert. Einnig voru gerðar töluverðar breytingar á aðstöðu fyrir starfsfólk sem og lagerrými stækkað verulega.

1. mars

01.03.2019

1. mars voru 30 ár síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi eftir 74 ára bann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá , en árið 1989 voru t.a.m. 7 bjórtegundir í sölu en þær eru nú orðnar um 590.

ÁTVR gerir samning við Votlendissjóð

27.02.2019

Ákveðið hefur verið að kolefnisjafna allt millilanda- og innanlandsflug starfsfólks ÁTVR fyrir árið 2018 og hefur samningur verið gerður við Votlendissjóðinn.

Við brosum hringinn

25.01.2019

Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Í flokki smásölufyrirtækja auk Vínbúðanna eru byggingafyrirtækin BYKO og Húsasmiðjan, matvöruverslanirnar Krónan, Nettó, Bónus og Costco og Pósturinn sem var mældur nú í fyrsta skipti.

ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun

22.01.2019

ÁTVR hlaut í nóvember síðastliðnum formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá ÁTVR, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.