Fréttir
30.04.2019
Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, miðvikudaginn 1. maí.
Opið verður lengur í Vínbúðum þriðjudaginn 30.apríl, eða eins og um föstudag sé að ræða.
23.04.2019
Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl. Miðvikudaginn 24. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður lokað í Vínbúðum miðvikudaginn 1.maí, en opið lengur 30.apríl eins og á föstudegi.
17.04.2019
Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum skv. venju. Einnig verður lokað sumardaginn fyrsta 25.apríl...
12.04.2019
Ársskýrsla ÁTVR 2018 er komin út, nú í fjórða sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.
15.03.2019
Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 14 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 20.apríl.
14.03.2019
Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Kælir hefur verið stækkaður til muna og búðarrýmið allt verið endurgert. Einnig voru gerðar töluverðar breytingar á aðstöðu fyrir starfsfólk sem og lagerrými stækkað verulega.
01.03.2019
1. mars voru 30 ár síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi eftir 74 ára bann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá , en árið 1989 voru t.a.m. 7 bjórtegundir í sölu en þær eru nú orðnar um 590.
27.02.2019
Ákveðið hefur verið að kolefnisjafna allt millilanda- og innanlandsflug starfsfólks ÁTVR fyrir árið 2018 og hefur samningur verið gerður við Votlendissjóðinn.
25.01.2019
Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag.
Í flokki smásölufyrirtækja auk Vínbúðanna eru byggingafyrirtækin BYKO og Húsasmiðjan, matvöruverslanirnar Krónan, Nettó, Bónus og Costco og
Pósturinn sem var mældur nú í fyrsta skipti.
22.01.2019
ÁTVR hlaut í nóvember síðastliðnum formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá ÁTVR, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.