Fréttir

Lokun vegna veðurs

10.12.2019

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu loka vegna veðurs kl 17:00 þriðjudaginn 10. desember. Vínbúðin Akureyri er einnig lokuð og töluvert er um lokanir eða raskanir á opnunartímum víða um land.

Röskun vegna veðurs

09.12.2019

Vegna slæmrar veðurspár getur orðið röskun á opnunartíma Vínbúðanna þriðjudaginn 10. desember.

Tveir góðir bætast í hópinn

27.11.2019

Nú hafa tveir nýir fjölnota pokar bæst við í úrval poka hjá Vínbúðunum. Með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði hvetjum við viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka.

Jólabjór og ný Vínbúð á Akranesi

13.11.2019

Sala á jólabjór hefst í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, en hægt er að segja að beðið hafi verið eftir bjórnum með mikilli eftirvæntingu. Töluverð aukning er á úrvali miðað við í fyrra, en áætlað er að um 80-90 tegundir af jólavöru verði í sölu þetta árið.

Endurbætur á Hvammstanga

29.10.2019

Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á Vínbúðinni Hvammstanga. Búðarrýmið var stækkað umtalsvert auk þess sem vöruvalið var nánast tvöfaldað.

Jólabjór í sölu 14. nóvember

25.10.2019

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 14. nóvember í Vínbúðunum. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 80-90 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.

Rafmagnslaust í Vínbúðinni Akranesi

24.10.2019

Rafmagnslaust er í Vínbúðinni Akranesi í dag vegna bilunar í spenni. Við biðjum viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Endurbætur á Patreksfirði

08.10.2019

Vínbúðin Patreksfirði hefur nú fengið upplyftingu, en búðin var stækkuð töluvert auk þess sem innréttingar voru endurnýjaðar. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í enn betri Vínbúð.

Truflun í vefbúð í kvöld

17.09.2019

Vegna uppfærslu á vefnum verður ekki hægt að versla í Vefbúðinni á milli kl. 22 og 23 í kvöld. Við biðjumst velvirðingar á trufluninni.
Í Vefbúðinni er mikið úrval vörutegunda í boði, en hægt er að velja á milli þess að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi eða fá sent í hvaða Vínbúð sem er – án endurgjalds.

Losum framtíðina við plastið

09.09.2019

Vínbúðirnar hafa nú í nokkur ár hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði. Árið 2018 keyptu um 29% viðskiptavina plastpoka, en sala á plastpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum. Á næstu mánuðum munu Vínbúðirnar hætta með hefðbundna plastpoka og bjóða frekar niðurbrjótanlega poka ásamt fjölnota pokunum.