Fréttir

Tímabundin lokun í Hveragerði

28.10.2020

Vegna óhapps í verslunarmiðstöðinni í Hveragerði þurfti að loka Vínbúðinni skyndilega tímabundið. Verið er að reykræsta húsið og opnað verður um leið og hægt er.

Vínráðgjafar á netspjallinu

27.10.2020

Nú höfum við aukið ennfrekar við þjónustu vínráðgjafa í netspjallinu. Það er því um að gera að stytta tímann í búðinni og nýta sér netspjallið til að fá góð ráð.

Til að nálgast spjallið smellir þú á hnappinn neðst til hægri á síðunni.

Búið að opna í Skútuvogi

19.10.2020

- Fréttin hefur verið uppfærð-
Í gær kom upp staðfest Covid-19 smit innan starfsmannahóps okkar í Vínbúðinni Skútuvogi. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun virkjuð og Vínbúðin þrifin og sótthreinsuð og hefur nú verið opnuð á ný. Starfsfólk frá öðrum Vínbúðum og hluti starfsmannahópsins úr Skútuvogi mun standa vaktina næstu daga.Við þökkum viðskiptavinum skilninginn.

Hjálpumst að – notum grímur!

12.10.2020

Við hvetjum viðskiptavini til að vera með grímur þegar verslað er og virða fjarlægðarmörk eins og hægt er. Einnig höfum við bent á að hægt er að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum, en minna er að gera fyrri hluta dagsins og fyrri hluta vikunnar. Að sama skapi getum við fækkað mögulegum smitleiðum með því að nýta snertilausar greiðslur í stað þess að greiða með peningum og reyna eftir besta megni að handleika ekki vörur að óþörfu. Einnig er kostur ef hægt er að stytta tímann í búðinni með því að vera vel undirbúin. Á vinbudin.is er með auðveldum hætti hægt að sjá vöruval hverrar Vínbúðar og birgðastöðu hverrar vöru.

Allt vöruúrvalið í Heiðrúnu

08.10.2020

Nú höfum við stækkað Vínbúðina Heiðrúnu, en þar getur þú nálgast allt það vöruúrval sem Vínbúðirnar hafa að bjóða. Úrval af bjór hefur aukist töluvert í búðinni, en kominn er sérstakur kælir fyrir svokallaðan sérbjór. Vínbúðin í Skútuvogi hefur einnig verið með mikið úrval af bjór en vegna umsvifa komast ekki allar tegundirnar fyrir þar eins og er. Á vinbudin.is er einnig hægt að nálgast allt vöruúrvalið en þar er hægt að panta og fá sent gjaldfrjálst í næstu Vínbúð.

Væntanlegar vörur

21.09.2020

Viðskiptavinir bíða sumir spenntir eftir nýjungum í vörusafninu okkar, en nú er hægt að sjá væntanlegar vörur í Vefbúðinni. Vörurnar birtast með fyrirhugaðri upphafsdagsetningu sölu í bland við aðrar vörur, en einnig er hægt að afmarka þær í leit. 

Viltu kaupa heilan kassa?

09.09.2020

Í Vefbúðinni er nú hægt að sjá í hvaða einingum hægt er að kaupa hverja vöru. Þannig er auðveldara að átta sig á hagkvæmustu pakkningastærðum t.d. þegar verslað er í Vefbúðinni...

Gott úrval í Vefbúðinni

24.08.2020

Í Vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. Hægt er að fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu, en einnig er hægt að fá margar vörur afhentar samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Sendingartími í Vínbúðir er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.

Malbikunarframkvæmdir

17.08.2020

Aðgengi að Vínbúðinni Heiðrúnu gæti verið erfitt í dag vegna malbikunarframkvæmda á Stuðlahálsi og Lynghálsi. Besta aðkoman er frá Tunguhálsi og Lynghálsi.

Úrval uppskrifta

17.08.2020

Á uppskriftasíðunni hér á vinbudin.is er að finna úrval girnilegra uppskrifta sem hægt er að nýta sér við flest tækifæri. Uppskriftirnar eru allar settar upp af sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi...