Fréttir
11.03.2020
Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 11.apríl.
09.03.2020
Verkfalli hefur verið aflýst þar sem samningar hafa náðst. Allar Vínbúðir verða því opnar samkvæmt venju í dag.
03.03.2020
Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Einnig hafa verið boðaðar lokanir þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars, ef...
24.02.2020
Nú hefur vöruúrvalið verið aukið til muna í Vefbúðinni, en viðskiptavinir ættu nú að geta nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. . Hægt er að panta hér á vefnum og fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu.
13.02.2020
Uppfært kl 15.00 (14. febrúar):
Allar Vínbúðir hafa nú opnað og verða opnar skv. venju í dag. Vínbúðin Þórshöfn lokar þó kl. 16:30 vegna veðurs.
07.01.2020
Sala á þorrabjór hefst fimmtudaginn 23. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að 15 tegundir af þorrabjór verði í boði, en þegar sala hefst verður hægt að skoða nánar hér á vinbudin.is í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá beint í Vefbúðinni. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 22.febrúar.
02.01.2020
Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018. Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% ..
23.12.2019
Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.
..
17.12.2019
Við bendum á að miðvikudagurinn 18. desember er síðasti dagur til að panta úr Vefbúðinni fyrir þá á landsbyggðinni sem vilja vera nokkuð öruggir um að fá pantanir afhentar fyrir jólin. Ekki er þó hægt að tryggja að vörur skili sér í tæka tíð á alla staði.
13.12.2019
Mikið hefur gengið á í veðrinu síðustu daga sem hefur haft áhrif á opnunartíma Vínbúða um allt land. Í dag ættu allar Vínbúðir að vera opnar. Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði.