Fréttir
08.10.2020
Nú höfum við stækkað Vínbúðina Heiðrúnu, en þar getur þú nálgast allt það vöruúrval sem Vínbúðirnar hafa að bjóða. Úrval af bjór hefur aukist töluvert í búðinni, en kominn er sérstakur kælir fyrir svokallaðan sérbjór. Vínbúðin í Skútuvogi hefur einnig verið með mikið úrval af bjór en vegna umsvifa komast ekki allar tegundirnar fyrir þar eins og er. Á vinbudin.is er einnig hægt að nálgast allt vöruúrvalið en þar er hægt að panta og fá sent gjaldfrjálst í næstu Vínbúð.
21.09.2020
Viðskiptavinir bíða sumir spenntir eftir nýjungum í vörusafninu okkar, en nú er hægt að sjá væntanlegar vörur í Vefbúðinni. Vörurnar birtast með fyrirhugaðri upphafsdagsetningu sölu í bland við aðrar vörur, en einnig er hægt að afmarka þær í leit.
09.09.2020
Í Vefbúðinni er nú hægt að sjá í hvaða einingum hægt er að kaupa hverja vöru. Þannig er auðveldara að átta sig á hagkvæmustu pakkningastærðum t.d. þegar verslað er í Vefbúðinni...
24.08.2020
Í Vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. Hægt er að fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu, en einnig er hægt að fá margar vörur afhentar samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Sendingartími í Vínbúðir er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.
17.08.2020
Aðgengi að Vínbúðinni Heiðrúnu gæti verið erfitt í dag vegna malbikunarframkvæmda á Stuðlahálsi og Lynghálsi. Besta aðkoman er frá Tunguhálsi og Lynghálsi.
17.08.2020
Á uppskriftasíðunni hér á vinbudin.is er að finna úrval girnilegra uppskrifta sem hægt er að nýta sér við flest tækifæri. Uppskriftirnar eru allar settar upp af sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi...
05.08.2020
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi er alla jafna með stærstu vikum ársins. Lítil breyting var á því þetta árið, en salan nú var um 1,4% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 784 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 795 þúsund lítrar. Alls komu 127.500 viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra. Salan dreifðist þó með öðrum hætti en í fyrra en talsvert dró úr sölu frá miðvikudegi til föstudags.
23.07.2020
Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæplega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vínbúðan
18.06.2020
Vínbúðin Þórshöfn er nú flutt í nýtt og betra húsnæði að Langanesvegi 2. Vínbúðin flutti sig um set þriðjudaginn 16. júní í töluvert stærra og bjartara húsnæði með góðu aðgengi. Til að þjónusta viðskiptavini enn betur höfum við einnig aukið vöruvalið.
12.06.2020
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Þriðjudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.
Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.