Fréttir
21.06.2021
Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir og nú sex glænýjar uppskriftir af skelfiskréttum frá VON mathúsi.
Vínsérfræðingar Vínbúðanna gefa ráð um vínval með hverjum rétti, en þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga.
09.06.2021
ÁTVR innkallar vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021. Strikamerki: Á áldós: 735009942004. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 7350099424960..
09.06.2021
Í gær tilkynnti ÁTVR sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi um meint brot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. á skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út. Brotin felast í smásölu áfengis í vefverslunum í trássi við gildandi lög...
07.06.2021
Frá 1. júlí 2021 fást engir einnota pokar í Vínbúðunum. Í júlí taka í gildi nýjar reglur stjórnvalda þar sem sala á einnota pokum er bönnuð við afgreiðslukassa. Samkvæmt reglugerðinni falla allir einnota pokar undir þessa skilgreiningu, einnig lífbrjótanlegir pokar...
04.06.2021
ÁTVR innkallar vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 18.08.21. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.
02.06.2021
Ný og glæsileg Vínbúð við Mývatn hefur opnað að Hraunvegi 8. Opnunartími Vínbúðarinnar er mánudaga- fimmtudaga 16-18, föstudaga 13-18 og lokað er á laugardögum. Verið velkomin!
26.05.2021
Sumarið á Íslandi er óáreiðanlegt og sólin stoppar oft ekki lengi við í einu. Íslendingar eru því sérfræðingar í að nýta sérhvern sólardag til að lyfta sér upp og njóta sólargeislanna í botn, skella einhverju girnilegu á grillið og slá upp garð- eða sólpallaveislum með litlum fyrirvara. Þá er tilvalið að prófa nýjar uppskriftir af grillréttum af ýmsu tagi, léttum smáréttum eða sumarlegum salötum.
25.05.2021
Að gefnu tilefni vill ÁTVR taka fram að ekki á að vera hægt að panta í vefverslun Vínbúðarinnar ef viðkomandi hefur ekki náð áfengiskaupaaldri. Vegna galla í forritun tókst einstaklingi að komast fram hjá öryggiskerfinu og panta vöru í vefbúðinni eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. ÁTVR biðst afsökunar á mistökunum.
Ekki var búið að afhenda vöruna en við afhendingu vöru hjá ÁTVR er gerð krafa um að viðkomandi sýni skilríki og hafi náð 20 ára aldri. Eftir ítarlega skoðun kom í ljós að þetta var eina skiptið sem kerfið virkaði ekki rétt. Bætt verður úr gallanum hið snarasta og þakkar ÁTVR ábendinguna. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að viðkomandi einstaklingur fékk áfengið ekki afhent.
17.05.2021
Að undanförnu hafa sprottið upp vefverslanir sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda. Starfseminni er beint gegn lögbundnum einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, sem hefur verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu..
14.05.2021
Ársskýrsla ÁTVR 2020 er komin út, nú í sjötta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi...