Fréttir
24.09.2021
Budweiser Budvar hefur gripið til þeirra varúðarráðstafana að innkalla eftirfarandi vöru hér á landi vegna hugsanlegrar örverumengunar sem getur haft veruleg áhrif á bæði bragð og gæði bjórsins. Um er að ræða Budweiser Budvar Original Lager 0,5L í dós með framleiðslu dagsetninguna 17.6.21 og “best fyrir” 17.6.22.
22.09.2021
Vínbúðin Heiðrún verður tímabundið lokuð vegna breytinga mánudaginn 27. september og þriðjudaginn 28. september. Við opnum aftur eftir breytingar miðvikudaginn 29. september.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, en bendum á næstu búðir í Spöng, Mjódd og Kringlu. Einnig eru búðir með lengri opnunartíma á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20. Vakin er athygli á því að meira vöruúrval er í Skútuvogi og Kringlu.
14.09.2021
Þrátt fyrir að hætt hafi verið við Oktoberfest í Munchen þetta árið vegna heimsfaraldurs, þá hefst sala á októberbjór í Vínbúðum 16. september..
14.09.2021
Vínbúðin Eiðistorgi hefur nú verið opnuð aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin hefur verið stækkuð töluvert auk þess sem bjórinn er nú í kæli. Vöruval hefur einnig verið aukið talsvert og mikið lagt í að upplifun viðskiptavina verði sem best.
13.09.2021
Uppfært: Fallið hefur verið frá innköllun á Helgu Nr.69. Gengið hefur verið úr skugga um að hnetur í snefilmagni mælast ekki í hráefnum vörunnar.
Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum.
13.09.2021
Nú er ný og glæsileg kokteilsíða komin í loftið hér á vinbudin.is. Útlit og innihald hefur verið endurbætt til muna og nú er hægt að leita að kokteilum eftir tilefni s.s. Gott í veisluna, Sumarkokteilar eða Kósí í kuldanum. Fyrir þá þemaglöðu er einnig hægt að flokka kokteilana eftir litum.
26.08.2021
Vínbúðin Eiðistorgi verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 6. september. Opnum aftur þriðjudaginn 14. september. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Austurstræti og Kringlunni..
13.08.2021
Ný lög um burðarpoka tóku gildi í byrjun júlí og í kjölfarið voru einnota pokar sem innihalda plast teknir úr sölu á kassasvæðum búða. Vínbúðirnar ákváðu að hætta alfarið sölu einnota poka og viðskiptavinir hafa tekið vel í breytinguna. Á síðasta ári keypti fjórði hver viðskiptavinur burðarpoka, en nú hefur hlutfallið farið niður í sextánda hvern viðskiptavin. Á sama tíma tvöfaldaðist sala fjölnota poka; fór úr átta þúsund í sextán þúsund.
03.08.2021
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, sem er ein stærsta vika ársins í sölu, var 814 þúsund lítrar. Það jafngildir 3,6% aukningu frá fyrra ári, en þá seldust 786 þúsund lítrar. Aldrei áður hefur selst jafn mikið magn á einni viku í Vínbúðunum. Í síðustu viku komu 141 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er um 0,3% fjölgun frá sambærilegri viku á fyrra ári.
23.07.2021
Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust 786 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og tæplega 141 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 0,5% meiri en í júlí á síðasta ári.