Fréttir
01.09.2025
Þorgerður Kristín Þráinsdóttir tók við sem forstjóri ÁTVR í dag, 1. september, af Ívari J. Arndal sem gegnt hefur starfinu í 20 ár. Um leið og við þökkum Ívari fyrir farsælt samstarf bjóðum við Þorgerði velkomna til starfa.
01.09.2025
Bjórinn hefur löngum verið vinsæll með grillinu og hann getur alveg átt vel við. Hér eru nokkrar klassískar tillögur af matarpörunum með bjórnum. Einnig er mikið úrval af mjög góðum óáfengum bjór til víða og þannig alveg hægt að vera með í stemmningunni og keyra heim!
28.08.2025
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Lenz Moser Selection, Chardonnay hvítvíni, vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni flösku. Hugsanlega er um glerbrot að ræða. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
28.07.2025
Þegar para á saman vín með grilluðum fiski er gott að hafa í huga hvers kyns fisk er um að ræða, hvort hann sé fínlegur, bragðmikill eða mitt á milli. Þessir þrír punktar hjálpa til þegar vínið er valið: Pinot Grigio hentar þegar fiskurinn er lítið kryddaður....
28.07.2025
Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu rúmlega 130 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og alls seldust rúmlega 700 þúsund lítrar af áfengi.
Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.
18.07.2025
Sumarið er tíminn til að prófa sig áfram í að blanda ljúffenga og litríka kokteila, ýmist áfenga eða áfengislausa. Á kokteilsíðu Vínbúðarinnar má finna fjölmargar spennandi uppskriftir og jafnvel hægt að flokka þær niður eftir tegund, lit eða tilefni. Njótið vel og munið að áfengi fylgir ábyrgð!
04.07.2025
Í hillum Vínbúðanna finnur þú úrval af vottuðum vörum. Markmið með vottun vara er að vernda líffræðilega fjölbreytni og heilbrigði jarðvegs, draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja góð vinnuskilyrði. Óháðir eftirlitsaðilar votta að framleiðslan sé í samræmi við kröfur og er vottunin góð vörn gegn grænþvotti.
24.06.2025
Og natura / Íslensk hollusta í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur hefur ákveðið að kalla inn eina lotu af Storm Romm. Um er að ræða Romm í 700 ml glerflösku með lotumerkingu 05.4 þar sem glerbrot fannst í einni flösku.
18.06.2025
Vínbúðin á Flúðum hlaut Umhverfishrós Hrunamannahrepps 2025, en viðurkenningin var afhent við hátíðarhöld þann 17. júní.
Í umsögn umhvefisnefndar segir: "Í gegnum árin hefur umhverfi búðarinnar verið snyrtilegt og vel við haldið. Falleg beð taka á móti viðskiptavinum og gestum sem oft á tíðum nýta bekkinn fyrir framan búðina til að slaka á og njóta. Starfsfólk leggur metnað í að viðhalda fallegu umhverfi og að hafa almenna ásýnd búðarinnar til fyrirmyndar."
13.06.2025
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.