Fréttir
05.01.2026
Opnunartíma í Vínbúðinni Skútuvogi hefur verið breytt, en búðin er nú opin:
Mán - Fim: 11-18, Fös 11-19, Lau 11-18
Vínbúðirnar Skeifunni, Dalvegi og Álfrún (Hafnarfirði) verða áfram opnar frá 10-20 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um opnunartíma allra Vínbúða má finna undir OPNUNARTÍMAR hér á síðunni.
02.01.2026
Við þökkum viðskiptin á liðnu ári og óskum öllum gleðilegs nýs árs!
29.12.2025
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! Á gamlársdag er opið frá 10-14 í öllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar um opnunartíma hverrar Vínbúðar er að finna undir "Opnunartímar" hér að ofan.
17.12.2025
Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegra jóla! Á aðfangadag er opið frá 10-13 í öllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar um opnunartíma hverrar Vínbúðar er að finna undir "Opnunartímar" hér að ofan.
08.12.2025
Í Vínbúðinni Heiðrúnu hefur vöruúrvalið í vínkælinum verið aukið til að mæta eftirspurn viðskiptavina eftir fágætari vöru fyrir jól og áramót. Tegundirnar fást í takmörkuðu magni. Allt vöruval Vínbúðanna er einnig hægt að nálgast í Vefbúðinni og hægt að fá vörur sendar í þá Vínbúð sem er næst þér!
14.11.2025
Pantaðu þar sem úrvalið er mest í Vefbúðinni hér á vinbudin.is og sækir svo þangað sem þér hentar. Nú er hægt að velja að fá Vefbúðarpöntun afhenta samdægurs í fimm Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi.
28.10.2025
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun og appelsínugula veðurviðvörun frá kl. 17:00 á höfuðborgarsvæninu, Suðurlandi og Faxaflóa og fólk eindregið hvatt til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Ljóst er að ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum svo hægt sé að tryggja að starfsfólk komist öruggt heim. Eftirfarandi búðir loka því fyrr en hefðbundið er:
23.10.2025
Föstudaginn 24. október 2025 eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf eins og konur gerðu árið 1975. Hjá Vínbúðunum vinnur starfsfólk sem tekur þátt í baráttu um jafna stöðu kynja og því má búast við skertri þjónustu að einhverju leyti.
Vinbúðin Smáralind lokar kl. 13:00, en aðrar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar, þó með hugsanlega minna þjónustustigi en hefðbundið er.
16.10.2025
Uppfært: Vefbúðin hefur verið opnuð aftur eftir uppfærslu.
Vegna uppfærslu tölvukerfis verður takmörkuð þjónusta á vinbudin.is frá kl.16 föstudag til sunnudags. Ekki verður hægt að versla í Vefbúð, skoða stöðu á gjafakortum eða skoða ítarupplýsingar um vörur s.s. hvar varan fæst, birgðastöðu og fleira.
Unnið verður að því að opna vefinn eins fljótt og hægt er. Við þökkum skilninginn.
15.10.2025
Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum 6. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður.