Fréttir

Uppfærsla í Vefbúð

16.10.2025

Vegna uppfærslu tölvukerfis verður takmörkuð þjónusta á vinbudin.is frá kl.16 föstudag til sunnudags. Ekki verður hægt að versla í Vefbúð, skoða stöðu á gjafakortum eða skoða ítarupplýsingar um vörur s.s. hvar varan fæst, birgðastöðu og fleira. Unnið verður að því að opna vefinn eins fljótt og hægt er. Við þökkum skilninginn.

Jólabjórinn 2025

15.10.2025

Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum 6. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður.

ÁTVR heilsueflandi vinnustaður 2025

06.10.2025

ÁTVR er stolt af af því að geta státað að titlinum Heil­sue­flan­di vin­nus­taður, sem er sameigin­legt verkefni vin­nu­vei­t­en­da, starfs­fólks og sam­félagsins. Leitað er leiða til að bæta vin­nuskip­u­lag og vin­nu­umhver­fi, hvetja til virkrar þátt­töku og stuðla að þros­ka og vel­líðan ein­stak­lingsins.

ÁTVR í hópi átta bestu í sjálfbærni

29.09.2025

Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarfi 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vindur fram með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Í ár er ÁTVR eitt af þeim átta fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.

Sala hefst á októberbjór

18.09.2025

Salan á októberbjór hefst fimmtudaginn 18. september og sölutímabilið stendur til 31. október. Alls er von á 18 tegundum þetta ár og hægt er að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.

Þorgerður tekur við sem forstjóri

01.09.2025

Þorgerður Kristín Þráinsdóttir tók við sem forstjóri ÁTVR í dag, 1. september, af Ívari J. Arndal sem gegnt hefur starfinu í 20 ár. Um leið og við þökkum Ívari fyrir farsælt samstarf bjóðum við Þorgerði velkomna til starfa.

Bjór og grill

01.09.2025

Bjórinn hefur löngum verið vinsæll með grillinu og hann getur alveg átt vel við. Hér eru nokkrar klassískar tillögur af matarpörunum með bjórnum. Einnig er mikið úrval af mjög góðum óáfengum bjór til víða og þannig alveg hægt að vera með í stemmningunni og keyra heim!

Innköllun á Lenz Moser Selection

28.08.2025

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Lenz Moser Selection, Chardonnay hvítvíni, vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni flösku. Hugsanlega er um glerbrot að ræða. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Grillaður fiskur

28.07.2025

Þegar para á saman vín með grilluðum fiski er gott að hafa í huga hvers kyns fisk er um að ræða, hvort hann sé fínlegur, bragðmikill eða mitt á milli. Þessir þrír punktar hjálpa til þegar vínið er valið: Pinot Grigio hentar þegar fiskurinn er lítið kryddaður....

Vikan fyrir verslunarmannahelgi

28.07.2025

Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu rúmlega 130 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og alls seldust rúmlega 700 þúsund lítrar af áfengi. Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.