- Setjið sojasósu í pott ásamt döðlum, fínt söxuðum hvítlauk og vatni.
 
	- Fáið upp suðu og maukið döðlurnar vel.
 
	- Kælið marineringuna og hellið síðan yfir kjötið. Marinerið í 1 klst. eða lengur.
 
	- Grillið lambalundirnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
 
 
SALAT
	- Skolið spínatið vel og setjið í skál ásamt restinni af hráefninu.
 
	- Veltið öllu upp úr salatdressingunni.
 
	- Skerið lambið niður og bætið út í salatið. 
 
 
MINTU OG KÓRÍANDER SALATDRESSING
Setjið allt í blandara og blandið vel saman. 
 
VÍNIN MEÐ
Með salatinu er gott að drekka hvítvín frá Alsace eða létt og ávaxtaríkt crianza rauðvín frá Spáni. Pinot Noir þrúgan væri líka hentug.