ÁTVR flytur ekki inn áfengi, heldur kaupir áfengi af innlendum áfengisheildsölum/birgjum. Birgjarnir senda ÁTVR umsóknir um vörur til sölu í vínbúðum í gegnum birgjavef sem þeir fá aðgang að við undirritun stofnsamnings. Hér er hægt er að fylla út stofnsamninginn rafrænt. Umsóknirnar fara í framhaldinu í fyrirfram ákveðið ferli.
Áfengisgjald, virðisaukaskattur og önnur lögboðin gjöld er greidd í toll við innflutning.
Allar nánari upplýsingar um áfengisgjald má finna inn á www.tollur.is
ÁTVR hefur enga milligöngu ef ætlunin er að panta vín erlendis frá.
Innflutningur til einkanotkunar:
Innflutningur til endursölu:
ÁTVR flytur ekki inn áfengi: Á vef island.is er uppfærður listi yfir alla sem hafa leyfi til framleiðslu, innflutnings eða sölu áfengis.
Áfengisgjald: Upplýsingar um áfengisgjald má sjá hér: www.tollur.is og Lög um aukatekjur ríkissjóðs.
Að gerast birgi: Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um hvernig hægt er að gerast birgi hjá ÁTVR.
Til að viðskipti geti hafist á milli birgis og ÁTVR þarf að gera stofnsamning um vörukaup við ÁTVR.
Senda þarf ÁTVR afrit af áfengisheildsöluleyfi eða framleiðsluleyfi áfengis, ásamt því að gera stofnsamning við ÁTVR.
Handhafi gildra leyfa, sem vill komast í viðskipti við ÁTVR, getur haft samband t.d. í gegnum netfangið: umsokn@vinbudin.is og óskað eftir upplýsingum og stofnsamningi. Einnig er hægt að nálgast stofnsamning hér. Prentið út skjalið, fyllið út, skannið og sendið, ásamt viðeigandi fylgiskjölum, á netfangið: umsokn@vinbudin.is.
Stofnsamningur telst gildur þegar báðir aðilar hafa undirritað samninginn og öll leyfi hafa skilað sér. Í framhaldi er birgi veittur aðgangur að sérstöku vefsvæði sem eingöngu er ætlað honum.
Umsóknir eru sendar í gegnum birgjavef sem birgir fær aðgang að eftir undirritun stofnsamnings.
Hver birgir fær aðgang að sínu svæði á birgjavef þar sem sendar eru inn umsóknir, verðbreytingar og ýmsar upplýsingar veittar.
Umsóknargjald er innheimt fyrir hverja vöru að upphæð 26.800 kr. án vsk.
Þegar og ef vara er samþykkt af hálfu ÁTVR þá er gerður vörukaupasamningur á milli ÁTVR og seljanda. Gera má ráð fyrir sölubyrjun fyrsta dag næsta eða þar næsta mánaðar.
Áður en vara getur farið í sölu þarf ÁTVR að samþykkja vöruna og er samþykkið háð skilyrðum laga og stjórnvaldsfyrirmæla um innihald, merkingar, myndmál og umbúðir, þar með talið skilyrði laga og reglugerða um matvæli.
Hér eru reglugerðir sem gera efninu skil og nauðsynlegt er að kynna sér:
Reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi. Reglugerð um merkingu matvæla.
Ný vara fer í reynslusölu í fjórum verslunum (Heiðrúnu, Kringlunni, Álfrúnu, Skútuvogi).
Fyrsta pöntun er metin út frá vörunni þ.e. misjafnlega er pantað eftir vörutegund, en gera má ráð fyrir að fyrsta pöntun sé á þessa leið: • Lagerbjór: u.þ.b. 600 stk. • Annar bjór, gosblöndur, síder: u.þ.b. 300 stk. • Vín í flösku: u.þ.b. 60 fl. • Styrkt vín og vín í flösku yfir 3000 kr.: u.þ.b. 24 fl. • Kassavín: u.þ.b. 16 stk. • Sterkt áfengi: u.þ.b. 60 fl.
Næstu pantanir eru gerðar eftir því hvernig salan þróast. Birgjar hafa aðgang að sölu sinna tegunda á birgjavef.
Listi yfir áfengisbirgja.
Áfengi ber áfengisgjald og skilagjald sbr. neðangreindri töflu. Við innflutning ber innflytjanda að greiða til tollstjóra áfengisgjald og skilagjald vegna umbúða. Á heimasíðu Tollstjóra má nálgast reiknivél fyrir gjöld af áfengi. Þessi gjöld eru greidd við tollafgreiðslu vörunnar. Tafla birt með fyrirvara um breytingar.
Skv. breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 hækkar áfengis- og tóbaksgjald og verður skv. eftirfarandi:
Gildir frá 1. janúar 2017
Álagning reiknast af innkaupsverði ÁTVR frá birgi.
• Álagning ÁTVR er 18% á áfengi sem inniheldur til og með 22% vínanda miðað við rúmmál (t.d. bjór og léttvín). • Álagning ÁTVR er 12% á áfengi sem inniheldur vínanda yfir 22% miðað við rúmmál (sterkt áfengi). • Virðisaukaskattur á áfengi er 11% frá 1. janúar 2016.
Hér er dæmi um verðútreikning (Birt með fyrirvara um breytingar. Gildir frá 1. janúar 2016).
Innkaupsverð ÁTVR á áfengi inniheldur áfengisgjald og skilagjald. Verð úr verslun er innkaupsverð að viðbættri álagningu ÁTVR og virðisaukaskatti.
Veisluvínsþjónustan okkar aðstoðar eftir fremsta megni í slíkum tilfellum. Hér er hægt að lesa sig til um þjónustuna sem við bjóðum upp á. Sendið þeim tölvupóst á veisluvin@vinbudin.is
Upplýsingar um allar vörur í vöruvali Vínbúðanna er að finna í Vöruleitinni á vef okkar. Með því að fara í vöruspjald vörunnar er einfalt að sjá hvort varan sé til, í hvaða Vínbúð og í hvaða magni. Birgðastaða er uppfærð reglulega og er því nokkuð nákvæm.
Reglulega koma árstíðabundnar vörur í sölu hjá Vínbúðunum s.s. jólabjór, þorrabjór, páskabjór, sumarbjór og fleiri flokkar. Til að sjá hvaða vörur eru í vöruvali í tímabundinni sölu eins og t.d yfirlit yfir jólabjóra, þá er hægt að fara í vöruleitina og haka við„tímabundin sala“ og þá birtast niðurstöður yfir þær vörur sem falla undir þessa skilgreiningu.
Já, ÁTVR selur ennþá óáfeng rauðvín, hvítvín og freyðivín.
En þar sem óáfengir drykkir, svo sem óáfengur bjór, vín og fleiri gerðir eru víða fáanleg, t.d. í matvöruverslunum, hefur ÁTVR ákveðið að hætta sölu á óáfengum drykkjum og má gera ráð að birgðir í eigu ÁTVR klárist á fyrra hluta 2022.
Á virkum dögum er hægt er að sækja vefpöntun samdægurs í vöruafgreiðslu, Stuðlahálsi 2. Panta þarf með tveggja klst. fyrirvara, í síðasta lagi fyrir kl. 14 til að geta sótt samdægurs. Vöruafgreiðslan er opin frá mán - fim 8:30 til 15:30 og fös: 8:30-16:00.
Í vefversluninni er einnig hægt að velja Vínbúð sem sækja á pöntunina í ef það hentar betur.
Á höfuðborgarsvæðinu tekur afhending í Vínbúð 1-3 daga, en að hámarki 7 daga í öðrum Vínbúðum. Viðskiptavinurinn er látinn vita þegar pöntun er tilbúin til afgreiðslu í Vínbúð.
Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna og eru pantaðar beint frá innlendum birgjum. Hægt er að sérpanta flestar þær vörur sem áfengisheildsalar hér á landi bjóða upp á. Markmiðið er að bjóða fjölbreytt vöruúrval en auk þess úrvals sem fæst í Vínbúðunum er það enn fjölbreyttara í hér á vefnum.
Hér er hægt að sjá hvaða tegundir eru til í Vefbúðinni:
Viðskiptavinir hafa kost á að kaupa þær í bland við vörur sem þegar eru til sölu í Vínbúðunum. Sérpantaðar vörur geta tekið lengri tíma í afhendingu, en ekki er lagt aukagjald ofan á slíkar vörur. Ef pöntun úr Vefbúðinni inniheldur bæði vöru sem þegar er til í Vínbúðunum og sérpantaða vöru, fær viðkomandi tvö pöntunarnúmer og getur valið um að sækja pantanirnar í sitthvoru lagi.
Athugið að ekki er hægt að skila sérpantaðri vöru.
Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að getur þú einnig sent FYRIRSPURN til okkar um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki er til í vörusafni okkar.
Allar ábendingar eða beiðni um aðstoð er hægt að senda á vinbudin@vinbudin.is
Hægt er að panta vín sem ekki er í vöruúrvali þeirrar Vínbúðar sem verslað er í.
Það er hægt að gera annaðhvort á vefnum eða í næstu Vínbúð. Hægt er að skoða vefverslunina hér.
Hægt er að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun annað hvort í Vínbúð eða í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi 2.
Einnig er hægt að tala við starfsfólk Vínbúðarinnar og biðja það að gera pöntunina. Afhending á höfuðborgarsvæðinu tekur 1-3 daga og hámark 7 daga í öðrum búðum.
Ofangreint pantanaferli gildir fyrir alla viðskiptavini óháð staðsetningu Vínbúða.
Á vefnum www.vinbudin.is er auðvelt að panta og velja úr öllu vöruvali Vínbúðanna. Hægt er að velja á milli þess að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu, eða fá sent í hvaða Vínbúð sem er – án endurgjalds. Sendingartími er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.
Vöruval í Vínbúðum er ólíkt eftir stærð, en Vínbúðir á minni stöðum hafa minna úrval. Í vefversluninni er hinsvegar hægt að nálgast allt vöruvalið og fá sent í þína Vínbúð – án endurgjalds.
Stærsta Vínbúðin er því í tölvunni þinni!
Hægt er að sjá hvaða vöruúrval er í hverri verslun með því að fara í vöruleitina og velja þar Vínbúð og þá birtist allt vöruvalið.
ÁTVR hefur framleitt neftóbak frá því fyrir stríð. ÁTVR kaupir möluð tóbakslauf frá Svíþjóð. Framleiðsluferlið er að mestu óbreytt frá upphafi framleiðslunnar þótt tækjakostur hafi að hluta verið endurnýjaður. Innihaldsefnum er blandað við hrátóbakið eftir gamalli uppskrift. Þegar blandan er tilbúin er hún sett í eikartunnur sem er vandlega lokað. Tóbakið er látið verkast í tunnunni í 7-8 mánuði. Eftir þann tíma er tóbakið tekið úr tunnunni og sett í horn eða dósir.
Innihaldsefnin í neftóbakinu eru möluð tóbakslauf, vatn, pottaska, salt og ammoníak. Pottaska (K₂CO₃) er efnasamband Kalíns og karbónats. Nafnið vísar til þess að efnið var frá fornu farið unnið úr viðarösku. Pottaskan hefur þrjú nöfn samkvæmt gömlum bókum, alkali, lútarsalt og pottaska. Pottaska er víða í gömlum uppskriftum, var stundum notuð í stað lyftidufts.
Reglulega eru tekin sýni af tóbakinu og send til mælinga þar sem m.a. er fylgst með rakastigi og kornastærð.
ÁTVR selur tóbak í heildsölu til þeirra aðila sem hafa gild tóbakssöluleyfi.
Ef viðskiptavinur kaupir skemmt eða gallað tóbak þarf viðkomandi að skila því til söluaðila (verslunar) sem kemur vörunni til ÁTVR sem gerir svo viðeigandi ráðstafanir.
Því miður þá sendum við hvorki áfengi né tóbak á milli landa.
Bjórkúta þarf að sérpanta í vefversluninni - þeir eru ekki til á lager í Vínbúðum! Vinsamlegast hafið í huga að panta tímanlega þar sem það getur tekið allt að viku að fá bjórkúta afhenta!
Vert er að benda á að upplýsingar um dælur fyrir bjórkúta fást hjá heildsölum, en Vínbúðirnar bjóða ekki upp á leigu á slíku. Upplýsingar um heildsala er að finna í vöruspjaldi hverrar tegundar fyrir sig. Einnig er hægt að fá dælur leigðar hjá ýmsum þjónustuaðilum s.s. partýleigum. Athugið að dælur passa yfirleitt ekki á milli tegunda.
Tómum kútum er skilað til heildsala (Vínbúðirnar taka ekki við þeim). Í sumum tilfellum er skilagjald á kútum innifalið í verði, en það er þá endurgreitt hjá heildsala við skil á kútum.
Reglan segir að þurrt henti betur sem fordrykkur. Við Íslendingar erum þó dálitlir sætukoppar þannig að freyðivín með smá sætu í eru vinsæl. Freyðandi norður-ítölsk Asti spumante eru vinsæl, einnig Moscato d‘Asti sem eru léttari í freyðingu og lægri í alkóhóli. Freyðivín frá Cava á Spáni eru líka vinsæl þar sem Brut er þurrast, Seco hálfþurrt (nýtur vaxandi vinsælda) og sætast af þessum er Semi Seco. Til eru líka afbragðs freyðivín frá öðrum löndum, ekki síst frá nýja heiminum.
Það eru ekki margar veislur sem haldnar eru án þess að bjór komi við sögu og þá vakna spurningar um hvort á að vera með litlar eða stórar dósir. Oftast er hagkvæmt að að vera með litlar dósir ef ekki er einhver sem sér um að hella í glös því að töluvert verði eftir í þeim stóru. Margir kjósa frekar að nota glerflöskur en dósír í veislur.
Hér er að finna reiknivél sem þú getur notað til að áætla magn á víni fyrir veisluna þína. Vínráðgjafar hafa sett fram tillögur fyrir nokkra viðburði, en útreikningurinn er einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega. Margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa svo sem veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl.
Munið að þegar bera á fram freyðivín, hvítvín eða bjór þá þarf að hugsa tímanlega fyrir kælingunni. Best er að bera vín fram vel svöl og huga að því aðstaða sé til að kæla vínin. Eins þarf að huga að rauðvíninu tímanlega, þ.e. taka þau inn í stofuhita og bera þau fram um 16-18 gráður. Þó er það aðeins misjafnt eftir vínum, en starfsfólk Vínbúðanna ætti að geta svarað því hvaða hitastig hentar hverju víni best.
Ekki vera á síðustu stundu með að panta vín í veisluna því þá gæti endað með að þú endir með annað vín en lagt var upp með. Gott er að hafa 2-3 daga til að afgreiða vínin því verslanir eru oft ekki með stóran lager af öllum vörum.
Reynið að forðast of kraftmikil vín þegar vín eru valin í veislu (á aðallega við um rauðvínin). Veljið heldur léttari vínin frá Nýja-heiminum, spænsk Crianza vín eða léttari frönsk vín. Reyndar er hægt að finna létt vín frá flestum löndum en leitið gjarnan ráðgjafar eða smakkið sjálf. Hvítvínin mega gjarnan vera ávaxtarík og sæmilega kröftug en fyrir alla muni þurr. Góður Chardonnay, ítalskur Soave, ný-sjálenskur Sauvignon Blanc eða önnur sæmilega kröftug.
Gefið ykkur tíma til að smakka og þá gjarnan með matnum sem bera á fram í veislunni eða leitið ráða hjá vínráðgjöfum Vínbúðanna. Veljið vín sem þið kunnið að meta og líklegt sé að þorri gesta verði ánægður með. Berið saman verð og reiknið út að t.d. í 100 manna veislu þar sem nota þarf 50 fl. þá eykst kostnaðurinn einungis um 5000 kr. þegar keypt eru 100 kr. dýrari (og stundum betri) vín.
ÁTVR styrkir góð málefni af ýmsum toga, en aðaláherslan er þó á að styrkja mannúðar- og forvarnarmál sem tengjast neyslu vímuefna og fyrirbyggjandi starfsemi.
Hér gefst fyrirtækjum og einstaklingum færi á að senda okkur beiðnir um styrki og hvers konar samstarfssamninga. Öllum beiðnum er svarað, en vegna fjölda beiðna verðum við því miður stundum að hafna spennandi verkefnum. Styrkbeiðnum er ekki svarað í síma.
Eftirfarandi verður að koma fram á umsóknarbeiðninni:
Hér getur þú sótt um styrk á netfangið styrkur@vinbudin.is
Laus störf eru auglýst hér á vinbudin.is. Allar atvinnuumsóknir eru afgreiddar í gegnum vefinn og því nauðsynlegt að senda okkur umsókn þar. Bæði er hægt að sækja um með því að smella á viðeigandi starf eða senda inn umsókn ef þú vilt vera á skrá.