Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hefur þú prófað Vefverslunina?

19.08.2009

Hefur þú prófað Vefverslunina?Í Vefverslunin getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.

 

Til að versla í Vefversluninni er einfaldlega farið í vörulistann á vinbudin.is. Hann er hægt að nálgast t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan, smella á "Vöruleit" hér til vinstri eða smella á "Vörur" á vinstri stiku. Ef varan er með mynd af körfu fyrir aftan, er hún til á lager og hægt að kaupa hana í Vefbúðinni. Þegar þú hefur lokið við að setja vörurnar þínar í körfuna, smellir þú á körfutáknið til vinstri eða velur litlu körfuna efst á síðunni.

 

 

Vörukarfa

Allar vörur eru fyrirframgreiddar með kreditkorti og þú velur í hvaða Vínbúð varan þín er afhent. Með þessu móti hefur vöruvalið stóraukist fyrir þá sem búa á landsbyggðinni og þá sem velja aðrar tegundir en eru til í nálægum Vínbúðum.

 

Til að fá aðstoð við að versla í Vefbúðinni er smellt á spurningarmerkið sem birtist fyrir ofan vörulistann. Einnig er hægt að hringja í síma 560-7700 eða senda póst á soludeild@vinbudin.is. Vefverslunin.

 

Von okkar er sú að þessi þjónusta eigi eftir að koma viðskiptavinum að góðum notum og bjóðum við þá velkomna í Vefverslun Vínbúðarinnar.