RÖÐIN – við giskum ekki!

14.07.2017

ÁTVR leggur sig fram um að vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að aldurstakmörk til áfengiskaupa séu virt og því er skilríkjaeftirlit mikilvægur þáttur í starfi Vínbúðanna. Þessa dagana er ný herferð að líta dagsins ljós, RÖÐIN. Markmið herferðarinnar er fyrst og fremst að vekja athygli á því að áfengiskaupaaldur er 20 ár og í herferðinni eru viðskiptavinir minntir á að starfsfólk okkar getur ekki giskað á aldur og því mikilvægt að koma með skilríki.

Herferðin er á léttu nótunum og til þess fallin að vekja athygli og umræðu um málefnið, en slík áminning gerir starfsfólki Vínbúðanna einnig auðveldara að spyrja um skilríki og viðskiptavinir verða meðvitaðri og um mikilvægi þess að sýna skilríki að eigin frumkvæði.

Hér má sjá auglýsinguna!