Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Spönginni lokar

05.01.2009

Vínbúðin Spönginni lokarÁkveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Spönginni og tekur lokunin gildi frá og með 19. janúar. Allir fastráðnir starfsmenn munu halda störfum sínum og flytjast yfir í aðrar verslanir. Engar aðrar lokanir eru fyrirhugaðar hjá Vínbúðunum.

 

Megin ástæða þess að Vínbúðinni í Spönginni er lokað er að rekstur hennar hefur verið undir væntingum síðustu árin. Leigusamningur um húsnæðið rann út um áramótin og var ákveðið að framlengja hann ekki. Húsnæðið var orðið óhentugt miðað við þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir óskuðu eftir. Leitað verður eftir hentugra húsnæði á svæðinu þegar aðstæður leyfa.

 

Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar Heiðrúnu, Skútuvogi og í Mosfellsbæ sem nálægar búðir.