Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný Vínbúð í Skútuvogi

23.08.2008

Ný Vínbúð í Skútuvogi

Ný og glæsileg Vínbúð hefur verið opnuð í Skútuvogi 2. Verslunin er opin frá 9-20 alla virka daga og 11-18 á laugardögum. Skipulag Vínbúðarinnar er svipað og í Vínbúðinni Borgartúni, en allur bjór er afmarkaður í stórum kæli. Þannig fá viðskiptavinir meira næði til að skoða fjölbreytt úrval vína á meðan aðrir viðskiptavinir fá bjórinn sinn kaldan, en mikil eftirspurn hefur verið eftir þeirri þjónustu. Mikill vinnusparnaður skapast einnig hjá starfsfólki við þetta fyrirkomulag þar sem umstöflun er mun minni þegar bjórinn er aðskilinn frá víninu.

Úrvalsvínin verða á sínum stað í búðinni og sérstök áhersla lögð á að viðskiptavinir fái næði til að skoða þau og fá ráðgjöf. Nóg er af bílastæðum fyrir framan búðina og aðgengi viðskiptavina með besta móti.