Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Opnað verður á Selfossi og í Hveragerði á morgun, laugardag

30.05.2008

Opnað verður á Selfossi og í Hveragerði á morgun, laugardag

Þrátt fyrir mikið rask af völdum jarðskjálftans í fyrradag hefur tekist vel að hreinsa vínbúðirnar á Selfossi og í Hveragerði. Búðirnar verða því opnar með hefðbundnum hætti á morgun. Afgreiðslutími Vínbúðarinnar í Hveragerði er frá 11-14 og afgreiðslutími Vínbúðarinnar á Selfossi er frá 11-16. Lokað hefur verið í umræddum Vínbúðum í dag vegna rasks sem varð af völdum jarðskjálftans. Bent er á að Vínbúðirnar á Þorlákshöfn, Hellu og Hvolsvelli eru opnar. Meðfylgjandi mynd var tekin áður en hreinsun hófst í morgun.