Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR hefur greitt um 7 milljarða í ríkissjóð

20.01.2016

Vegna umræðu um rekstur og afkomu ÁTVR í fjölmiðlum vill ÁTVR taka fram að allt frá því að ÁTVR var komið á fót hefur verslunin verið rekin með hagnaði. Yfirleitt hefur hagnaðinum verið ráðstafað beint í ríkissjóð. Hér að neðan má sjá töflu yfir árlegan hagnað síðustu sex ár og tilsvarandi greiðslur í ríkissjóð.

ÁTVR hefur greitt um 7 milljarða í ríkissjóð

Samtals á þessum sex árum hefur ÁTVR hagnast um 7.7 milljarða af rekstri sínum og greitt til ríkissjóðs um 7.1 milljarða. Nánast allur rekstrarhagnaður ÁTVR er því greiddur beint til ríkissjóðs. Vangaveltur um að  rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast.

Einnig vill ÁTVR benda á að viðskiptavinir verslunarinnar eru ánægðir með þjónustuna og síðustu tvö ár hefur ÁTVR verið með hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni.