Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sölutölur áfengis og tóbaks fyrir árið 2003

07.02.2004

Söluskýrsla ársins 2003 er kominn á vefinn.  Hægt er að nálgast skýrsluna, sem er á pdf formi undir liðnum Sölutölur.

Í söluskýrslunni má sjá áfengissölu skipt niður á vöruflokka og samanburð við sölu ársins 2002.  Heildarsöluaukning í lítrum á milli áranna 2003 og 2002 er 4,08%. Sala á rauðvíni jókst á milli áranna um 10,99% og hvítvín um 12,60%.  Aukning á sölu lagerbjórs er minni, eða 3,68%.

Heildarsala í lítrum er um 14,8 milljónir lítra og af þeirri sölu er sala á léttvíni (undir 15% alk. styrk) og bjór 94,3%.

Í sölutölunum er einnig að finna söluhæstu vörunúmerin í fjórum flokkum; rauðvíni, hvítvíni, sterku áfengi og bjór.  Sýnd er einnig hlutdeild 10 söluhæstu tegundanna í heildarsölu vöruflokksins.  Tíu söluhæstu vörunúmerin í rauðvínum eru með 30,9% af heildarsölu rauðvína og tíu söluhæstu vörunúmerin í bjór eru með 62,3% af heildarsölu bjórs.